Var Andemariam Teklesenbet plataður? Gylfi Páll Hersir skrifar 10. september 2015 09:27 Töluvert hefur verið fjallað undanfarið um barkaígræðslu þess góða manns Andemariam Teklesenbet, jarðeðlisfræðings frá Erítreu, sem lést snemma á síðasta ári, og spurt um heilindi þeirra íslensku lækna sem að aðgerðinni stóðu. Ég var persónulegur vinur hans, annar leiðbeinenda hans í meistaranáminu og samstarfsfélagi og tel mér því málið skylt. Andemariam kom hingað til lands í sex mánaða þjálfun við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna (JHS) árið 2007. Hann var frábær námsmaður, hlaut styrk og hóf meistaranám í jarðeðlisfræði 2009 sem hann lauk í janúar 2012. Að því loknu vann hann við að leiðbeina nemendum JHS og túlka jarðeðlisfræðileg gögn hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Hann var gagnrýninn vísindamaður og sjálfstæður í skoðunum. Fljótlega eftir að Andemariam kom til landsins haustið 2009 kom í ljós að hann var með illvígt krabbamein. Hann gekkst undir flókna bráðaskurðaðgerð á Landspítala og fékk geislameðferð en ekki tókst að vinna bug á meininu. Það var ljóst hvert stefndi. Hans beið líknandi meðferð í nokkrar vikur; hann skyldi kveðja fjölskyldu sína og vini. Það var sumpart fyrir röð tilviljana að fram kom sú hugmynd og sá möguleiki að koma gervibarka fyrir í Andemariam í stað þess sem fyrir var og græða á hann stofnfrumur. Áður hafði Tómas Guðbjartsson læknir haft samband við lækna í Bandaríkjunum sem ekki töldu unnt að fjarlægja krabbameinið með hefð- bundinni skurðaðgerð og að sömu niðurstöðu komust læknar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Honum var hins vegar bent á möguleikann að gangast undir þessa erfiðu aðgerð sem aldrei hafði verið gerð áður í heiminum – hins vegar væri óvíst hvort hann lifði aðgerðina af; eða hve lengi hann lifði. Andemariam velti því helst töluvert fyrir sér hvort væri verið að nota hann sem tilraunadýr. Eins og svínin, sagði hann í gríni við mig og í blaðaviðtali. Og hik hans var ekki óeðlilegt. En hann ýtti þeim vangaveltum til hliðar og tók afstöðu. Tómas Guðbjartsson læknir ásamt Andemariam Teklesenbet.Vísir/Vilhelm Samþykkur í hjarta sínuEnginn, hvorki læknar né aðrir, hefðu getað „platað“ Andemariam til þess að játast undir aðgerð sem hann var ekki samþykkur í hjarta sínu (ég var spurður þessarar undarlegu spurningar af sænskum blaðamanni um daginn). Andemariam skoðaði þá möguleika sem stóðu honum til boða, vó þá og mat og komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að láta á þetta reyna. Hann lifði rúm tvö ár. Að geta sér þess til að hann hefði verið beittur þrýstingi og látið undan gegn vilja sínum er fráleitt og andstætt þeim yfirvegaða og vísindalega þenkjandi manni sem ég þekkti. Ég held að flestir í hans stöðu hefðu gripið þann bjarghring sem að þeim er réttur. Sænskur blaðamaður spurði mig hvort ég teldi að Andemariam hefði samþykkt aðgerðina ef hann hefði vitað hvernig færi; ég spurði á móti hvort hún myndi fljúga til Sví- þjóðar daginn eftir ef í ljós kæmi kvöldi seinna að flugvélin hefði hrapað. Ekki má gleymast að Andemariam náði góðum tíma fyrst eftir aðgerðina, lauk meistaranámi, starfaði við sérsvið sitt og sá konu sinni og tveimur börnum farborða hér á landi. Ég umgekkst Andemariam daglega á þessum árum og var trúnaðarvinur hans. Ég var líka vel kunnugur aðkomu Tómasar Guðbjartssonar læknis og hans teymis að þessu máli. Hvorki Andemariam né þeim sem næst honum stóðu kom annað til hugar en að læknar og hjúkrunarfólk sem önnuðust hann gerðu það af öðrum hvötum en einlægum áhuga á að lækna hann; aldrei heyrði ég Andemariam hallmæla þessu góða fólki – þvert á móti, hann mat það mikils. Ég lít á það sem forréttindi í lífinu að hafa kynnst Andemariam, manni frá öðrum menningarheimi, víðsýnum, fjölfróðum og áhugasömum um allt. Ég tel það líka til forréttinda að hafa kynnst aðkomu þeirra lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust þennan góða vin minn. Mér finnst heldur ömurlegt að heilindi þeirra hafi verið dregin í efa – Andemariam hafi verið blekktur og plataður á altari skammvinnrar frægðar. Slíkt tal hefði Andemariam ekki líkað og mér finnst það líka öfugsnúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Plastbarkamálið Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað undanfarið um barkaígræðslu þess góða manns Andemariam Teklesenbet, jarðeðlisfræðings frá Erítreu, sem lést snemma á síðasta ári, og spurt um heilindi þeirra íslensku lækna sem að aðgerðinni stóðu. Ég var persónulegur vinur hans, annar leiðbeinenda hans í meistaranáminu og samstarfsfélagi og tel mér því málið skylt. Andemariam kom hingað til lands í sex mánaða þjálfun við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna (JHS) árið 2007. Hann var frábær námsmaður, hlaut styrk og hóf meistaranám í jarðeðlisfræði 2009 sem hann lauk í janúar 2012. Að því loknu vann hann við að leiðbeina nemendum JHS og túlka jarðeðlisfræðileg gögn hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Hann var gagnrýninn vísindamaður og sjálfstæður í skoðunum. Fljótlega eftir að Andemariam kom til landsins haustið 2009 kom í ljós að hann var með illvígt krabbamein. Hann gekkst undir flókna bráðaskurðaðgerð á Landspítala og fékk geislameðferð en ekki tókst að vinna bug á meininu. Það var ljóst hvert stefndi. Hans beið líknandi meðferð í nokkrar vikur; hann skyldi kveðja fjölskyldu sína og vini. Það var sumpart fyrir röð tilviljana að fram kom sú hugmynd og sá möguleiki að koma gervibarka fyrir í Andemariam í stað þess sem fyrir var og græða á hann stofnfrumur. Áður hafði Tómas Guðbjartsson læknir haft samband við lækna í Bandaríkjunum sem ekki töldu unnt að fjarlægja krabbameinið með hefð- bundinni skurðaðgerð og að sömu niðurstöðu komust læknar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Honum var hins vegar bent á möguleikann að gangast undir þessa erfiðu aðgerð sem aldrei hafði verið gerð áður í heiminum – hins vegar væri óvíst hvort hann lifði aðgerðina af; eða hve lengi hann lifði. Andemariam velti því helst töluvert fyrir sér hvort væri verið að nota hann sem tilraunadýr. Eins og svínin, sagði hann í gríni við mig og í blaðaviðtali. Og hik hans var ekki óeðlilegt. En hann ýtti þeim vangaveltum til hliðar og tók afstöðu. Tómas Guðbjartsson læknir ásamt Andemariam Teklesenbet.Vísir/Vilhelm Samþykkur í hjarta sínuEnginn, hvorki læknar né aðrir, hefðu getað „platað“ Andemariam til þess að játast undir aðgerð sem hann var ekki samþykkur í hjarta sínu (ég var spurður þessarar undarlegu spurningar af sænskum blaðamanni um daginn). Andemariam skoðaði þá möguleika sem stóðu honum til boða, vó þá og mat og komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að láta á þetta reyna. Hann lifði rúm tvö ár. Að geta sér þess til að hann hefði verið beittur þrýstingi og látið undan gegn vilja sínum er fráleitt og andstætt þeim yfirvegaða og vísindalega þenkjandi manni sem ég þekkti. Ég held að flestir í hans stöðu hefðu gripið þann bjarghring sem að þeim er réttur. Sænskur blaðamaður spurði mig hvort ég teldi að Andemariam hefði samþykkt aðgerðina ef hann hefði vitað hvernig færi; ég spurði á móti hvort hún myndi fljúga til Sví- þjóðar daginn eftir ef í ljós kæmi kvöldi seinna að flugvélin hefði hrapað. Ekki má gleymast að Andemariam náði góðum tíma fyrst eftir aðgerðina, lauk meistaranámi, starfaði við sérsvið sitt og sá konu sinni og tveimur börnum farborða hér á landi. Ég umgekkst Andemariam daglega á þessum árum og var trúnaðarvinur hans. Ég var líka vel kunnugur aðkomu Tómasar Guðbjartssonar læknis og hans teymis að þessu máli. Hvorki Andemariam né þeim sem næst honum stóðu kom annað til hugar en að læknar og hjúkrunarfólk sem önnuðust hann gerðu það af öðrum hvötum en einlægum áhuga á að lækna hann; aldrei heyrði ég Andemariam hallmæla þessu góða fólki – þvert á móti, hann mat það mikils. Ég lít á það sem forréttindi í lífinu að hafa kynnst Andemariam, manni frá öðrum menningarheimi, víðsýnum, fjölfróðum og áhugasömum um allt. Ég tel það líka til forréttinda að hafa kynnst aðkomu þeirra lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust þennan góða vin minn. Mér finnst heldur ömurlegt að heilindi þeirra hafi verið dregin í efa – Andemariam hafi verið blekktur og plataður á altari skammvinnrar frægðar. Slíkt tal hefði Andemariam ekki líkað og mér finnst það líka öfugsnúið.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun