Úps, gerði það aftur Bolli Héðinsson skrifar 28. október 2015 07:00 Landsbankinn seldi frá sér eign til útvalinna vildarvina, eignarhlut sinn í Borgun. Arion banki seldi frá sér eign sína í Símanum til útvalinna vildarvina áður en pöpullinn og lífeyrissjóðirnir fengu tækifæri til að kaupa. Fjármálaráðherrann og flokksbræður hans hrópa nú hver um annan þveran í heilagri vandlætingu yfir þeirri rangsleitni sem hér hefur átt sér stað, en bara þegar Arion banki seldi. Enga vandlætingu er að finna hjá þeim yfir því þegar Landsbanki seldi í Borgun. Hvað veldur?Allir bankarnir í reynd á forræði ríkisins Bæði þessi tilvik eru nákvæmlega eins vaxin. Viðskiptabankar, reknir á ábyrgð ríkissjóðs sem ábyrgist allar innistæður þeirra, eru að losa sig við eignir. Eftir söluna á Borgun vantaði ekki að einhverjir embættismenn viðurkenndu mistök en enginn var látinn sæta ábyrgð. Síðan þegar þetta gerist núna aftur við söluna á Símanum þá skáka menn í því skjólinu og segja einfaldlega „úps, gerði það aftur“ vitandi vits að ekki nokkur sála, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn þurfa að sæta ábyrgð.Dreift eignarhald … kanntu annan? Þegar nú er til umræðu sala ríkisins á Íslandsbanka og Landsbanka vantar ekki að ráðamenn komi fram og lofi dreifðri eignaraðild, opnu söluferli o.s.frv. Hljómar kunnuglega? Öll munum við þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu hinu sama við fyrri einkavæðingu bankanna, dreifðri eignaraðild, opnu söluferli og þar fram eftir götunum. En hvað kom á daginn? Um leið og góðvinir flokkanna birtust (góðvinir sem síðan reyndust vera „óreiðumenn“) var öllum hugmyndum um dreifða eignaraðild kastað fyrir róða og vinunum seldir bankarnir. Því skyldi það ekki gerast aftur? Er nokkuð að marka yfirlýsingar ráðherra Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna frekar en þá? Undanfarin misseri höfum við séð hvernig ótvíræð loforð, gefin fyrir síðustu kosningar, loforð sem spiluð eru aftur og aftur fyrir ráðherrana skipta þá nákvæmlega engu máli. Þeir yppta einfaldlega öxlum og láta sem loforð hermd upp á þá með þeirra eigin orðum, spiluð ítrekað upphátt fyrir þá opinberlega, skipti þá bara alls engu máli. Hvarflar að einhverjum að trúa þeim núna? Er einhver ástæða til að ætla að eignir bankanna og loks bankarnir sjálfir verði ekki einmitt seldir vildarvinum í hæfilegum skömmtum og í hvert sinn heyrist bara „úps, gerði það aftur“ og öxlunum yppt yfir öllum fögru loforðunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Borgunarmálið Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Landsbankinn seldi frá sér eign til útvalinna vildarvina, eignarhlut sinn í Borgun. Arion banki seldi frá sér eign sína í Símanum til útvalinna vildarvina áður en pöpullinn og lífeyrissjóðirnir fengu tækifæri til að kaupa. Fjármálaráðherrann og flokksbræður hans hrópa nú hver um annan þveran í heilagri vandlætingu yfir þeirri rangsleitni sem hér hefur átt sér stað, en bara þegar Arion banki seldi. Enga vandlætingu er að finna hjá þeim yfir því þegar Landsbanki seldi í Borgun. Hvað veldur?Allir bankarnir í reynd á forræði ríkisins Bæði þessi tilvik eru nákvæmlega eins vaxin. Viðskiptabankar, reknir á ábyrgð ríkissjóðs sem ábyrgist allar innistæður þeirra, eru að losa sig við eignir. Eftir söluna á Borgun vantaði ekki að einhverjir embættismenn viðurkenndu mistök en enginn var látinn sæta ábyrgð. Síðan þegar þetta gerist núna aftur við söluna á Símanum þá skáka menn í því skjólinu og segja einfaldlega „úps, gerði það aftur“ vitandi vits að ekki nokkur sála, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn þurfa að sæta ábyrgð.Dreift eignarhald … kanntu annan? Þegar nú er til umræðu sala ríkisins á Íslandsbanka og Landsbanka vantar ekki að ráðamenn komi fram og lofi dreifðri eignaraðild, opnu söluferli o.s.frv. Hljómar kunnuglega? Öll munum við þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu hinu sama við fyrri einkavæðingu bankanna, dreifðri eignaraðild, opnu söluferli og þar fram eftir götunum. En hvað kom á daginn? Um leið og góðvinir flokkanna birtust (góðvinir sem síðan reyndust vera „óreiðumenn“) var öllum hugmyndum um dreifða eignaraðild kastað fyrir róða og vinunum seldir bankarnir. Því skyldi það ekki gerast aftur? Er nokkuð að marka yfirlýsingar ráðherra Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna frekar en þá? Undanfarin misseri höfum við séð hvernig ótvíræð loforð, gefin fyrir síðustu kosningar, loforð sem spiluð eru aftur og aftur fyrir ráðherrana skipta þá nákvæmlega engu máli. Þeir yppta einfaldlega öxlum og láta sem loforð hermd upp á þá með þeirra eigin orðum, spiluð ítrekað upphátt fyrir þá opinberlega, skipti þá bara alls engu máli. Hvarflar að einhverjum að trúa þeim núna? Er einhver ástæða til að ætla að eignir bankanna og loks bankarnir sjálfir verði ekki einmitt seldir vildarvinum í hæfilegum skömmtum og í hvert sinn heyrist bara „úps, gerði það aftur“ og öxlunum yppt yfir öllum fögru loforðunum?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun