Spurning um skynsemi Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi, fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Hins vegar er full ástæða til að sýna varúð og gæta þess að við missum ekki tökin á uppganginum. Núverandi ríkisstjórn tók við ágætu búi af þeirri síðustu og þegar árin sjö frá hruni eru skoðuð í samhengi má sjá að hér hefur undraverður árangur náðst í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Enn eru stór viðfangsefni fram undan, til dæmis hvernig bregðast skal við velgengni og vexti. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn var snögg að forgangsraða í þágu hinna efnameiri. Það var gert með því að afnema auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, afnema orkuskatt. Síðan var ráðist í að lækka tekjuskatt í milliþrepi og nú er stefnt að því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. Á sama tíma var virðisaukaskattur hækkaður á mat og menningu. Öll þessi skref miða að því að lækka skattbyrði á hina efnameiri en um leið var skattbyrðin heldur aukin á hina efnaminni. Og þetta er ein af orsökum þess að átök á vinnumarkaði hafa verið harðari nú á undanförnum misserum en mörg ár á undan. Almenningur í landinu sér að þróun efnahagsmála er í rétta átt en líka að aðgerðir stjórnvalda snúast ekki um að velgengnin dreifist með réttlátum hætti. Almenningur í landinu sér líka ýmis dæmi þar sem útvaldir hópar njóta sérkjara. Nærtækt er að nefna sölu hlutabréfa í Símanum þar sem Arion-banki bauð þá hluti fáum útvöldum aðilum á sérkjörum, mun hagstæðari en bjóðast almenningi. Þetta er önnur ástæða þess að venjulegt fólk krefst kjarabóta og neitar að sitja uppi með svartapéturinn þegar öðrum eru afhent tromp á silfurfati. Það ætti að vera forgangsmál íslenskra stjórnvalda að tryggja réttlátar leikreglur og gagnsæi í fjármálakerfinu, tryggja jöfnuð og rétta hlut hinna tekjulægri í öllum sínum aðgerðum. Þar erum við á rangri leið eins og sést á tölum um auðsöfnun hinna ríkustu, ríkasta eina prósentið á fjórðung alls auðs á Íslandi. Jöfnuður er ekki einungis réttlætismál, hann skapar líka aukna hagsæld eins og komið hefur fram í nýjum skýrslum OECD um tengsl hagsældar og jafnaðar. Þetta snýst ekki einungis um hugmyndafræði og réttlæti, heldur líka skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi, fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Hins vegar er full ástæða til að sýna varúð og gæta þess að við missum ekki tökin á uppganginum. Núverandi ríkisstjórn tók við ágætu búi af þeirri síðustu og þegar árin sjö frá hruni eru skoðuð í samhengi má sjá að hér hefur undraverður árangur náðst í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Enn eru stór viðfangsefni fram undan, til dæmis hvernig bregðast skal við velgengni og vexti. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn var snögg að forgangsraða í þágu hinna efnameiri. Það var gert með því að afnema auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, afnema orkuskatt. Síðan var ráðist í að lækka tekjuskatt í milliþrepi og nú er stefnt að því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. Á sama tíma var virðisaukaskattur hækkaður á mat og menningu. Öll þessi skref miða að því að lækka skattbyrði á hina efnameiri en um leið var skattbyrðin heldur aukin á hina efnaminni. Og þetta er ein af orsökum þess að átök á vinnumarkaði hafa verið harðari nú á undanförnum misserum en mörg ár á undan. Almenningur í landinu sér að þróun efnahagsmála er í rétta átt en líka að aðgerðir stjórnvalda snúast ekki um að velgengnin dreifist með réttlátum hætti. Almenningur í landinu sér líka ýmis dæmi þar sem útvaldir hópar njóta sérkjara. Nærtækt er að nefna sölu hlutabréfa í Símanum þar sem Arion-banki bauð þá hluti fáum útvöldum aðilum á sérkjörum, mun hagstæðari en bjóðast almenningi. Þetta er önnur ástæða þess að venjulegt fólk krefst kjarabóta og neitar að sitja uppi með svartapéturinn þegar öðrum eru afhent tromp á silfurfati. Það ætti að vera forgangsmál íslenskra stjórnvalda að tryggja réttlátar leikreglur og gagnsæi í fjármálakerfinu, tryggja jöfnuð og rétta hlut hinna tekjulægri í öllum sínum aðgerðum. Þar erum við á rangri leið eins og sést á tölum um auðsöfnun hinna ríkustu, ríkasta eina prósentið á fjórðung alls auðs á Íslandi. Jöfnuður er ekki einungis réttlætismál, hann skapar líka aukna hagsæld eins og komið hefur fram í nýjum skýrslum OECD um tengsl hagsældar og jafnaðar. Þetta snýst ekki einungis um hugmyndafræði og réttlæti, heldur líka skynsemi.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun