Spurning um skynsemi Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi, fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Hins vegar er full ástæða til að sýna varúð og gæta þess að við missum ekki tökin á uppganginum. Núverandi ríkisstjórn tók við ágætu búi af þeirri síðustu og þegar árin sjö frá hruni eru skoðuð í samhengi má sjá að hér hefur undraverður árangur náðst í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Enn eru stór viðfangsefni fram undan, til dæmis hvernig bregðast skal við velgengni og vexti. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn var snögg að forgangsraða í þágu hinna efnameiri. Það var gert með því að afnema auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, afnema orkuskatt. Síðan var ráðist í að lækka tekjuskatt í milliþrepi og nú er stefnt að því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. Á sama tíma var virðisaukaskattur hækkaður á mat og menningu. Öll þessi skref miða að því að lækka skattbyrði á hina efnameiri en um leið var skattbyrðin heldur aukin á hina efnaminni. Og þetta er ein af orsökum þess að átök á vinnumarkaði hafa verið harðari nú á undanförnum misserum en mörg ár á undan. Almenningur í landinu sér að þróun efnahagsmála er í rétta átt en líka að aðgerðir stjórnvalda snúast ekki um að velgengnin dreifist með réttlátum hætti. Almenningur í landinu sér líka ýmis dæmi þar sem útvaldir hópar njóta sérkjara. Nærtækt er að nefna sölu hlutabréfa í Símanum þar sem Arion-banki bauð þá hluti fáum útvöldum aðilum á sérkjörum, mun hagstæðari en bjóðast almenningi. Þetta er önnur ástæða þess að venjulegt fólk krefst kjarabóta og neitar að sitja uppi með svartapéturinn þegar öðrum eru afhent tromp á silfurfati. Það ætti að vera forgangsmál íslenskra stjórnvalda að tryggja réttlátar leikreglur og gagnsæi í fjármálakerfinu, tryggja jöfnuð og rétta hlut hinna tekjulægri í öllum sínum aðgerðum. Þar erum við á rangri leið eins og sést á tölum um auðsöfnun hinna ríkustu, ríkasta eina prósentið á fjórðung alls auðs á Íslandi. Jöfnuður er ekki einungis réttlætismál, hann skapar líka aukna hagsæld eins og komið hefur fram í nýjum skýrslum OECD um tengsl hagsældar og jafnaðar. Þetta snýst ekki einungis um hugmyndafræði og réttlæti, heldur líka skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi, fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Hins vegar er full ástæða til að sýna varúð og gæta þess að við missum ekki tökin á uppganginum. Núverandi ríkisstjórn tók við ágætu búi af þeirri síðustu og þegar árin sjö frá hruni eru skoðuð í samhengi má sjá að hér hefur undraverður árangur náðst í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Enn eru stór viðfangsefni fram undan, til dæmis hvernig bregðast skal við velgengni og vexti. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn var snögg að forgangsraða í þágu hinna efnameiri. Það var gert með því að afnema auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, afnema orkuskatt. Síðan var ráðist í að lækka tekjuskatt í milliþrepi og nú er stefnt að því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. Á sama tíma var virðisaukaskattur hækkaður á mat og menningu. Öll þessi skref miða að því að lækka skattbyrði á hina efnameiri en um leið var skattbyrðin heldur aukin á hina efnaminni. Og þetta er ein af orsökum þess að átök á vinnumarkaði hafa verið harðari nú á undanförnum misserum en mörg ár á undan. Almenningur í landinu sér að þróun efnahagsmála er í rétta átt en líka að aðgerðir stjórnvalda snúast ekki um að velgengnin dreifist með réttlátum hætti. Almenningur í landinu sér líka ýmis dæmi þar sem útvaldir hópar njóta sérkjara. Nærtækt er að nefna sölu hlutabréfa í Símanum þar sem Arion-banki bauð þá hluti fáum útvöldum aðilum á sérkjörum, mun hagstæðari en bjóðast almenningi. Þetta er önnur ástæða þess að venjulegt fólk krefst kjarabóta og neitar að sitja uppi með svartapéturinn þegar öðrum eru afhent tromp á silfurfati. Það ætti að vera forgangsmál íslenskra stjórnvalda að tryggja réttlátar leikreglur og gagnsæi í fjármálakerfinu, tryggja jöfnuð og rétta hlut hinna tekjulægri í öllum sínum aðgerðum. Þar erum við á rangri leið eins og sést á tölum um auðsöfnun hinna ríkustu, ríkasta eina prósentið á fjórðung alls auðs á Íslandi. Jöfnuður er ekki einungis réttlætismál, hann skapar líka aukna hagsæld eins og komið hefur fram í nýjum skýrslum OECD um tengsl hagsældar og jafnaðar. Þetta snýst ekki einungis um hugmyndafræði og réttlæti, heldur líka skynsemi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun