Ólafur Páll: Hlökkum til að vinna með heilbrigðum Þórði Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 13:45 Þórður Ingason hefur tekið sig í gegn og ver áfram mark Fjölnis. vísir/vilhelm Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira