Jólagjöfin í ár Ellert B. Schram skrifar 12. desember 2015 07:00 Meirihluti þingmanna felldi fyrr í vikunni tillögu stjórnarandstöðunnar um hækkun lífeyrisbóta til aldraðra. Raunar gekk tillagan, sem felld var, út á það að hækkun bótanna næði frá þeim tíma í vor, sem launþegar sömdu um og fengu, auk þess sem kjararáð hækkaði laun þingmanna og ráðherra átta mánuði aftur fyrir sig eins og allur þorri vinnumarkaðarins fékk. Rökstuðningur meirihlutans var í aðalatriðum sá, að vel hafi verið gert við ellilífeyrisþega, frá því að núverandi ríkisstjórn tók við, að lög kveði á um, hvernig reiknaðar skulu út tryggingabætur og ellilífeyrir hafi hækkað um 3%, um síðustu áramót, umfram það sem aðrir fengu. Þetta er löðurmannlegur málflutningur, fyrirsláttur og afneitun gagnvart þeirri einföldu staðreynd, að samfélagið er með þessari afgreiðslu Alþingis að horfast í augu við þá niðurstöðu, að eldra fólk eigi ekki annað skilið en að glíma við fátækt. Upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu og Almannatryggingum hafa leitt í ljós að fjögur þúsund eldri borgarar hafa minna en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði til að framfleyta sér. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að ellilífeyrir hækki um 9,6% frá næstu áramótum, ca tuttugu þúsund krónur, mínus skattur. Við það stendur. Við þá skömm stendur. Þegar Almannatryggingar voru stofnaðar, var tilgangurinn sá, að samfélagið rétti öldruðu fólki hjálparhönd til að halda reisn sinni og geta lifað mannsæmandi lífi, þegar það væri ekki lengur á vinnumarkaði. Hugsunin var sú að útrýma fátækt hjá fólki, sem hefði fram að því lagt sinn skerf til þjóðfélagsins. Ætti það inni og verðskuldaði aðstoð. Þetta var ekki ölmusa, þetta var endurgjald, þakkir og viðurkenning samfélagsins um tilvist ellinnar. Ég leyfi mér enn að trúa því að það sé ekki mannvonska sem veldur því að meirihluti Alþingis fellir tillögu um útborgun lífeyrisbóta. Það er hins vegar pólitík af verstu sort. Á bak við þetta er fólk sem hefur allt sitt vit úr Excel-skjölum, prósentureikningi og pólitískum samanburði. Og svo kemur hjörðin á eftir og réttir upp hendurnar þegar henni er skipað. Það hafði enginn alþingismaður úr stjórnarliðinu manndóm í sér til að greiða atkvæði með réttlætinu. Þetta er sorgleg staðreynd, hinn aumi blettur stjórnmálanna. Lýsandi dæmi um ósjálfbjarga og hollustusjúka meðreiðarsveina valdsins. Meira gæti ég sagt. Þessi hörmulega epísóda er áminning til okkar allra, á hvaða aldri sem við erum, að jafnrétti og jöfnuður, samkennd og mannúð eiga enn erindi inn á hinn pólitíska vettvang. Og þar er verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti þingmanna felldi fyrr í vikunni tillögu stjórnarandstöðunnar um hækkun lífeyrisbóta til aldraðra. Raunar gekk tillagan, sem felld var, út á það að hækkun bótanna næði frá þeim tíma í vor, sem launþegar sömdu um og fengu, auk þess sem kjararáð hækkaði laun þingmanna og ráðherra átta mánuði aftur fyrir sig eins og allur þorri vinnumarkaðarins fékk. Rökstuðningur meirihlutans var í aðalatriðum sá, að vel hafi verið gert við ellilífeyrisþega, frá því að núverandi ríkisstjórn tók við, að lög kveði á um, hvernig reiknaðar skulu út tryggingabætur og ellilífeyrir hafi hækkað um 3%, um síðustu áramót, umfram það sem aðrir fengu. Þetta er löðurmannlegur málflutningur, fyrirsláttur og afneitun gagnvart þeirri einföldu staðreynd, að samfélagið er með þessari afgreiðslu Alþingis að horfast í augu við þá niðurstöðu, að eldra fólk eigi ekki annað skilið en að glíma við fátækt. Upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu og Almannatryggingum hafa leitt í ljós að fjögur þúsund eldri borgarar hafa minna en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði til að framfleyta sér. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að ellilífeyrir hækki um 9,6% frá næstu áramótum, ca tuttugu þúsund krónur, mínus skattur. Við það stendur. Við þá skömm stendur. Þegar Almannatryggingar voru stofnaðar, var tilgangurinn sá, að samfélagið rétti öldruðu fólki hjálparhönd til að halda reisn sinni og geta lifað mannsæmandi lífi, þegar það væri ekki lengur á vinnumarkaði. Hugsunin var sú að útrýma fátækt hjá fólki, sem hefði fram að því lagt sinn skerf til þjóðfélagsins. Ætti það inni og verðskuldaði aðstoð. Þetta var ekki ölmusa, þetta var endurgjald, þakkir og viðurkenning samfélagsins um tilvist ellinnar. Ég leyfi mér enn að trúa því að það sé ekki mannvonska sem veldur því að meirihluti Alþingis fellir tillögu um útborgun lífeyrisbóta. Það er hins vegar pólitík af verstu sort. Á bak við þetta er fólk sem hefur allt sitt vit úr Excel-skjölum, prósentureikningi og pólitískum samanburði. Og svo kemur hjörðin á eftir og réttir upp hendurnar þegar henni er skipað. Það hafði enginn alþingismaður úr stjórnarliðinu manndóm í sér til að greiða atkvæði með réttlætinu. Þetta er sorgleg staðreynd, hinn aumi blettur stjórnmálanna. Lýsandi dæmi um ósjálfbjarga og hollustusjúka meðreiðarsveina valdsins. Meira gæti ég sagt. Þessi hörmulega epísóda er áminning til okkar allra, á hvaða aldri sem við erum, að jafnrétti og jöfnuður, samkennd og mannúð eiga enn erindi inn á hinn pólitíska vettvang. Og þar er verk að vinna.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar