Hinn fullkomni skortur á framtíðarsýn Bolli Héðinsson skrifar 19. janúar 2015 09:45 Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun