Niðurstöðu að vænta um sýningu í Perlu Svavar Hávarðsson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Með samningi um að Háskóli Íslands taki yfir Loftskeytastöðina missir Náttúruminjasafn Íslands skrifstofuaðstöðu sína, en safnið hefur enga aðstöðu fyrir sýningahald. fréttablaðið/gva Vegna skorts á fjármunum verður ekki ráðist í nýbyggingu í tengslum við Náttúruminjasafn Íslands á næstu árum, að sögn Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu í Perlunni eru á lokastigum. „Við viljum auðvitað að það sé þá vel staðið að því og ég held að það sé fullur metnaður til þess hjá þeim sem við erum að ræða við, það er að segja Reykjavíkurborg og þessum fjárfesti, og ég á von á að það komi niðurstaða í það innan skamms,“ segir Illugi.illugi gunnarssonHann segir sýningu í Perlunni ekki ígildi safns og eðlilegt sé að menn spyrji sig þá hvort sú sýning verði til þess að ekki verði byggt undir safnið í bráð. Menn verði þó að velta því fyrir sér hvort það sé samt ekki betra en að ekkert komi í mörg ár. „Það vantar fjármuni inn í menntakerfið og það vantar fjármuni inn í menningarlíf okkar. Það að ráðast í nýbyggingar er ekki beint á dagskrá á næstunni, allavega á þessu ári eða næstu, umfram það sem menn hafa verið að ræða.“ Fréttablaðið hefur greint frá húsnæðisvanda náttúruminjasafnsins, en vegna samninga um önnur afnot á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu safnsins er allsendis óvíst hvar því verður niðurkomið. Sú hrakningasaga er löng. Spurður um stöðu safnsins og þá staðreynd að því er markaður rammi í lögum sem útilokað er að uppfylla við núverandi skilyrði segist Hilmar J. Malmquist forstöðumaður hafa spurt þessa en ekki fengið nein svör. „Hvernig kemst Alþingi Íslendinga upp með það að semja lög um eina helstu menningarstofnun landsins, þar sem kveðið er á um mikilvægar skyldur varðandi miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru landsins, sem er undirstaða menningar okkar og efnahags, sbr. fiskveiðar, virkjun vatnsafls og jarðvarma og þátt náttúru og landslags í ferðaþjónustu, en gerir stofnuninni svo ekki kleift að rísa undir nafni með því að nánast svelta hana í hel og úthýsa,“ spyr Hilmar. „Hvurs lags forgangsröðun er það að skera niður gagnvart Náttúruminjasafninu á sama tíma og til að mynda tekjur í ferðaþjónustunni, sem hvílir á náttúru landsins, hafa aldrei verið meiri, eða um 300 milljarðar síðastliðið ár,“ segir Hilmar og undrast það að Alþingi þjarmi að starfsemi Náttúruminjasafnsins þegar utanaðkomandi fjárfestar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg þannig að framlag ríkisins verði með minnsta móti. Hilmar J. Malmquist„Rökin geta ekki verið af rekstrarlegum toga því ekkert annað höfuðsafn, eða safn yfir höfuð, býr við jafn álitlegar aðstæður til að bera sig vel fjárhagslega. Nægir annars vegar að benda á að nú þegar heimsækja Perluna 300 til 500 þúsund erlendir gestir árlega og hins vegar að þessir gestir eru á höttunum eftir náttúrunni, sem er svo merkileg og sérstök á margan hátt,“ segir Hilmar. „Það er nú þessi langa sorgarsaga,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um húsæðisaðstöðu Náttúruminjasafns Íslands. „Þetta á að vera höfuðsafn, en það er nú varla hægt að tala um það sem höfuðsafn meðan ekkert safn er til.“ Á tímabilinu 1898–2008 hefur Náttúruminjasafn Íslands (NMSÍ) hrakist milli 8 staða, nær undantekningarlaust hefur verið um óviðunandi aðstöðu að ræða 1889-1890: Vesturgata 16 (Gröndalshús) 1890-1892: Hlíðarhúsastígur (Vesturgata 38) 1892-1895: Kirkjustræti 10 1895-1899: Vesturgata 5a (Glasgow) 1899-1902: Ránargata 13 (Stýrimannaskólinn) 1902-1908: Vesturgata 20 1908-1960: Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) 1967-2008: Hlemmur (Náttúrufræðistofnun) Frá vori 2008 ekkert safn til sýnis á vegum NMSÍŸ 2007-2010: Túngata 14 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2010-2012: Brynjólfsgata 5 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2012-2013: Skrifstofa NMSÍ lokuð, starfsmenn farnir. 2013-2015: Skrifstofa NMSÍ opin, húsnæðinu sagt upp 01.02.2015. Tengdar fréttir Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vegna skorts á fjármunum verður ekki ráðist í nýbyggingu í tengslum við Náttúruminjasafn Íslands á næstu árum, að sögn Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu í Perlunni eru á lokastigum. „Við viljum auðvitað að það sé þá vel staðið að því og ég held að það sé fullur metnaður til þess hjá þeim sem við erum að ræða við, það er að segja Reykjavíkurborg og þessum fjárfesti, og ég á von á að það komi niðurstaða í það innan skamms,“ segir Illugi.illugi gunnarssonHann segir sýningu í Perlunni ekki ígildi safns og eðlilegt sé að menn spyrji sig þá hvort sú sýning verði til þess að ekki verði byggt undir safnið í bráð. Menn verði þó að velta því fyrir sér hvort það sé samt ekki betra en að ekkert komi í mörg ár. „Það vantar fjármuni inn í menntakerfið og það vantar fjármuni inn í menningarlíf okkar. Það að ráðast í nýbyggingar er ekki beint á dagskrá á næstunni, allavega á þessu ári eða næstu, umfram það sem menn hafa verið að ræða.“ Fréttablaðið hefur greint frá húsnæðisvanda náttúruminjasafnsins, en vegna samninga um önnur afnot á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu safnsins er allsendis óvíst hvar því verður niðurkomið. Sú hrakningasaga er löng. Spurður um stöðu safnsins og þá staðreynd að því er markaður rammi í lögum sem útilokað er að uppfylla við núverandi skilyrði segist Hilmar J. Malmquist forstöðumaður hafa spurt þessa en ekki fengið nein svör. „Hvernig kemst Alþingi Íslendinga upp með það að semja lög um eina helstu menningarstofnun landsins, þar sem kveðið er á um mikilvægar skyldur varðandi miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru landsins, sem er undirstaða menningar okkar og efnahags, sbr. fiskveiðar, virkjun vatnsafls og jarðvarma og þátt náttúru og landslags í ferðaþjónustu, en gerir stofnuninni svo ekki kleift að rísa undir nafni með því að nánast svelta hana í hel og úthýsa,“ spyr Hilmar. „Hvurs lags forgangsröðun er það að skera niður gagnvart Náttúruminjasafninu á sama tíma og til að mynda tekjur í ferðaþjónustunni, sem hvílir á náttúru landsins, hafa aldrei verið meiri, eða um 300 milljarðar síðastliðið ár,“ segir Hilmar og undrast það að Alþingi þjarmi að starfsemi Náttúruminjasafnsins þegar utanaðkomandi fjárfestar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg þannig að framlag ríkisins verði með minnsta móti. Hilmar J. Malmquist„Rökin geta ekki verið af rekstrarlegum toga því ekkert annað höfuðsafn, eða safn yfir höfuð, býr við jafn álitlegar aðstæður til að bera sig vel fjárhagslega. Nægir annars vegar að benda á að nú þegar heimsækja Perluna 300 til 500 þúsund erlendir gestir árlega og hins vegar að þessir gestir eru á höttunum eftir náttúrunni, sem er svo merkileg og sérstök á margan hátt,“ segir Hilmar. „Það er nú þessi langa sorgarsaga,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um húsæðisaðstöðu Náttúruminjasafns Íslands. „Þetta á að vera höfuðsafn, en það er nú varla hægt að tala um það sem höfuðsafn meðan ekkert safn er til.“ Á tímabilinu 1898–2008 hefur Náttúruminjasafn Íslands (NMSÍ) hrakist milli 8 staða, nær undantekningarlaust hefur verið um óviðunandi aðstöðu að ræða 1889-1890: Vesturgata 16 (Gröndalshús) 1890-1892: Hlíðarhúsastígur (Vesturgata 38) 1892-1895: Kirkjustræti 10 1895-1899: Vesturgata 5a (Glasgow) 1899-1902: Ránargata 13 (Stýrimannaskólinn) 1902-1908: Vesturgata 20 1908-1960: Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) 1967-2008: Hlemmur (Náttúrufræðistofnun) Frá vori 2008 ekkert safn til sýnis á vegum NMSÍŸ 2007-2010: Túngata 14 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2010-2012: Brynjólfsgata 5 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2012-2013: Skrifstofa NMSÍ lokuð, starfsmenn farnir. 2013-2015: Skrifstofa NMSÍ opin, húsnæðinu sagt upp 01.02.2015.
Tengdar fréttir Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00