

Burt með ofbeldið, inn með réttlætið
Hér á Íslandi verða fundir á Akureyri 8. mars um ofbeldi og börn og í Reykjavík verður fjallað um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á fundi í hádeginu 9. mars. Áherslurnar eru því misjafnar en að gefnu tilefni er ofbeldi gegn konum víða efst á baugi.
Árið 2015 verður mikið afmælisár hjá okkur Íslendingum. Eins og allir vita verða 100 ár liðin þann 19. júní frá því að Danakonungur undirritaði lög sem veittu fyrstu konunum hér á landi rétt til að kjósa til Alþingis, 40 ár verða liðin frá stofnun Kvennasögusafnsins sem og fyrsta kvennafrídeginum. Þá verða 35 ár liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur, 20 ár frá því að jafnréttisákvæðið kom inn í stjórnarskrána og Jafnréttisstofa verður 15 ára. Þannig mætti áfram telja en sérstaklega vil ég minna á að þau merku samtök Stígamót verða 25 ára. Þau voru einmitt stofnuð 8. mars árið 1990 til stuðnings og samstöðu með brotaþolum kynferðisofbeldis.
Varpa ljósi á hryllinginn
Ég held að ég geti fullyrt að þegar Stígamót voru stofnuð grunaði fáa að kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum, hvað þá drengjum, væri jafn hræðilega útbreitt hér á landi og raun ber vitni. Fjöldi mála hefur komið upp á undanförnum árum sem varpa ljósi á hryllinginn. Þar má nefna sögu Thelmu og Bjargar, Breiðavíkurdrengina, alla karlmennina sem stigu fram þegar kynferðisbrotamaður var afhjúpaður, að ógleymdum ársskýrslum Stígamóta og Kvennaathvarfsins. Það starf sem Stígamót hafa unnið sem og systursamtök þeirra er gríðarlega mikilvægt. Það hefur gefið þolendum von og styrk til að takast á við lífið og styðja aðra í sömu stöðu. Það starf mun og verður að halda áfram með öflugum stuðningi ríkis og sveitarfélaga sem verða að axla sína ábyrgð á þessu samfélagsmeini og lýðheilsuvanda sem ofbeldið er, ekki síst þarf að taka á innan heilbrigðiskerfisins.
Jákvæð teikn
Það eru jákvæð teikn á lofti. Lögreglan er að endurskoða sín vinnubrögð og þar hefur lögreglan á Suðurnesjum verið í fararbroddi. Fulltrúar hennar hafa tekið þátt í námskeiðum á Akureyri og Eskifirði um aðgerðir til að draga úr heimilisofbeldi (ofbeldi í nánum samböndum) til að hvetja lögregluna í öðrum umdæmum til umbóta. Börnin og líðan þeirra er í forgrunni þar sem við á. Samstarfssamningar lögreglu og félagsþjónustu á Suðurnesjum, í Reykjavík og á Akureyri vekja vonir um betri tíma fyrir brotaþola og aukna meðferð fyrir ofbeldismenn. Framundan eru námskeið víðar um land sem vonandi skila svipuðum árangri.
Á þessum 105. baráttudegi kvenna er vert að minna á að það eru kvennahreyfingar sem hafa dregið vagninn í áratugi þegar kemur að réttindum og stöðu kvenna, ekki síst í umræðu og aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi. Ofbeldið er þjóðarskömm sem veldur ómældum þjáningum og kostar samfélagið gríðarlegt fé. Burt með ofbeldið, inn með réttlæti og mannöryggi.
Skoðun

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar