Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 9. apríl 2025 10:32 Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun