Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 9. apríl 2025 10:32 Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun