Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2025 06:00 Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Skoðun Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Sjá meira
Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun