Svar við vinsamlegri ábendingu Hjálmar Sveinsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Ágæti Sigurður Oddsson. Þakka þér vinsamlega ábendingu í blaðinu í gær. Ég á reyndar erfitt með að skilja af hverju þú kallar fyrirhugaðar framkvæmdir við Grensásveg sunnanverðan skemmdarverk. Þær fela í sér að fjórum akreinum fyrir bílaumferð verður fækkað í tvær og plássið sem skapast í þessu breiða göturými verður notað til að endurnýja og breikka gangstéttir og leggja upphækkaða hjólastíga beggja vegna. Þetta er gert til að skapa meira svigrúm fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi og til að hægja svolítið á bílaumferðinni. Mælingar sýna að hún er alltof hröð. Iðulega milli 50 og 60 km, jafnvel upp í 72. Framkvæmdin mun ekki minnka bílaafkastagetu götunnar. Sólarhringsumferð á Grensásvegi er um 10.000 bílar á sólarhring, það er langt undir viðmiðum sem umferðarverkfræðingar nota til að meta hvort bílagötur eigi að vera fjórar akreinar eða tvær. Umferðarspár til næstu 30 ára sýna að umferðin við Grensásveg mun aldrei ná þeim mörkum, eða 20.000 bílum á sólarhring. Ef áhyggjur þínar snúast um að þetta muni hægja á bílaumferðinni, bendi ég á að banaslysum á gangandi vegfarendum hefur fækkað mikið síðastliðin 15 ár í Reykjavík. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að tekist hefur að hægja á bílaumferðinni, ekki síst með því að lækka hámarkshraðann í 30 km á fjölda gatna. Það er nefnilega hraðinn sem drepur. Ef keyrt er á gangandi vegfarenda á 50 km hraða eru 80% líkur á að hann deyi. Ef keyrt er á hann á 30 km eru 80% líkur á að hann lifi af. Í sérstökum kafla um Bústaði-Háaleiti í nýju aðalskipulagi borgarinnar er lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum mikillar og hraðrar bílaumferðir í gegnum borgarhlutann. Sú áhersla er komin til vegna samtals við íbúa á fjölmörgum fundum undanfarin ár. Fyrir allmörgum árum var Skeiðarvogi breytt úr fjögurra akreina götu í tveggja akreina til að hægja á bílaumferðinni og gera götuna öruggari fyrir gangandi vegfarendur. Þá var líka talað um skemmdarverk í blöðunum. Í dag held ég að engum detti í huga að gera Skeiðarvoginn aftur að fjögurra akreina götu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ágæti Sigurður Oddsson. Þakka þér vinsamlega ábendingu í blaðinu í gær. Ég á reyndar erfitt með að skilja af hverju þú kallar fyrirhugaðar framkvæmdir við Grensásveg sunnanverðan skemmdarverk. Þær fela í sér að fjórum akreinum fyrir bílaumferð verður fækkað í tvær og plássið sem skapast í þessu breiða göturými verður notað til að endurnýja og breikka gangstéttir og leggja upphækkaða hjólastíga beggja vegna. Þetta er gert til að skapa meira svigrúm fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi og til að hægja svolítið á bílaumferðinni. Mælingar sýna að hún er alltof hröð. Iðulega milli 50 og 60 km, jafnvel upp í 72. Framkvæmdin mun ekki minnka bílaafkastagetu götunnar. Sólarhringsumferð á Grensásvegi er um 10.000 bílar á sólarhring, það er langt undir viðmiðum sem umferðarverkfræðingar nota til að meta hvort bílagötur eigi að vera fjórar akreinar eða tvær. Umferðarspár til næstu 30 ára sýna að umferðin við Grensásveg mun aldrei ná þeim mörkum, eða 20.000 bílum á sólarhring. Ef áhyggjur þínar snúast um að þetta muni hægja á bílaumferðinni, bendi ég á að banaslysum á gangandi vegfarendum hefur fækkað mikið síðastliðin 15 ár í Reykjavík. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að tekist hefur að hægja á bílaumferðinni, ekki síst með því að lækka hámarkshraðann í 30 km á fjölda gatna. Það er nefnilega hraðinn sem drepur. Ef keyrt er á gangandi vegfarenda á 50 km hraða eru 80% líkur á að hann deyi. Ef keyrt er á hann á 30 km eru 80% líkur á að hann lifi af. Í sérstökum kafla um Bústaði-Háaleiti í nýju aðalskipulagi borgarinnar er lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum mikillar og hraðrar bílaumferðir í gegnum borgarhlutann. Sú áhersla er komin til vegna samtals við íbúa á fjölmörgum fundum undanfarin ár. Fyrir allmörgum árum var Skeiðarvogi breytt úr fjögurra akreina götu í tveggja akreina til að hægja á bílaumferðinni og gera götuna öruggari fyrir gangandi vegfarendur. Þá var líka talað um skemmdarverk í blöðunum. Í dag held ég að engum detti í huga að gera Skeiðarvoginn aftur að fjögurra akreina götu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar