Látum unglingana í friði Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2015 07:00 Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun