Molum úr kerfinu Sigrún Benedikz skrifar 14. apríl 2015 07:00 Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun