Skilar ekki árangri Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2015 00:00 Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun