Sjö ár síðan Valsari skoraði átta mörk á einu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 06:30 Patrick Pedersen hefur farið á kostum í framlínu Vals í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira