Kristinn og Kristinn bestir í fyrri umferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Jónsson. Vísir/Stefán Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira