Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Ingvar Haraldsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. ágúst 2015 07:00 Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira
Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Sjá meira