Lífeyri aldraðra haldið niðri i 11 mánuði! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun