Landsréttur taki til starfa sem fyrst Reimar Pétursson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar