Bjarni, þú ert ekki sammála mér, þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér Kári Stefánsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun