
Það þarf að byrja upp á nýtt!
Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott.
Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar.
Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.
Snýst um hvað við viljum
En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína.
Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla.
Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.
Að hafa trú á eigin lausnum
Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru.
Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist.
Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja.
Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt.
Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt.
Skoðun

Þannig gerum við þetta?
Ísak Ernir Kristinsson skrifar

Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Falleinkunn skólakerfis?
Helga Þórisdóttir skrifar

Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann
Margrét Reynisdóttir skrifar

Hvar er auðlindarentan?
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni
Ómar Már Jónsson skrifar

Virði barna og ungmenna
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sættir þú þig við þetta?
Jón Pétur Zimsen skrifar

Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum
Lúðvík Júlíusson skrifar

Lægri gjöld, fleiri tækifæri
Bragi Bjarnason skrifar

Tölum um stóra valdaframsalsmálið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna
Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar

Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Gott frumvarp, en hvað með verklagið?
Bogi Ragnarsson skrifar

Augnablikið
Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag
Bolli Héðinsson skrifar

„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum
Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál
Grímur Atlason skrifar

Í vörn gegn sjálfum sér?
Ólafur Stephensen skrifar

Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Þjóðin stendur með sjúkraliðum
Sandra B. Franks skrifar

Vegið að íslenska lífeyriskerfinu
Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar

Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Sniðgangan á Rapyd slær öll met
Björn B. Björnsson skrifar

Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka
Birgir Finnsson skrifar

Árið 2023 kemur aldrei aftur
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar