Hin nýja stétt Bolli Héðinsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Spurt er um land. – Landið er afar ríkt af auðlindum, þar eru framleiddar fleiri gígawattstundir af raforku á mann en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Landkostir eru miklir og hin síðari ár hefur fjöldi útlendinga sótt landið heim og fengið að njóta náttúru þess og samvista við innfædda í borg og bæjum. Fiskigengd við landið er gríðarleg og óvíða um veröldina landað jafn miklum fiski og þar. Orkufyrirtækin og stóriðjuverin borga ekki sérstaklega fyrir hagnýtingu fallvatna og jarðhita til raforkuframleiðslunnar og talið nægja að þau borgi skatta og skyldur eins og hver önnur fyrirtæki. Þjóðin fær ekki greitt fyrir hverja framleidda gígawattstund jafnvel þó því sé haldið fram á hátíðarstundum að hún eigi fallvötnin og hverina sem raforkan er framleidd úr. Þjóðinni sem þar býr er sagt að henni eigi að nægja að fá að byggja virkjanirnar og vinna í stóriðjuverum þegar þau eru síðan tekin í notkun.Afraksturinn til þjóðarinnar Ferðaþjónustan í landinu nýtur sérstaks skattaafsláttar í virðisaukaskatti og greiðir engin gjöld fyrir ferðamennina sem hún flytur til landsins til að láta skoða náttúru þess. Samt er landið farið að láta verulega á sjá vegna ágangs þessara ferðamanna sem fá að skoða landið án nokkurrar gjaldtöku. Einnig er þjóðinni sagt að hún eigi að vera þakklát fyrir að fá skiprúm við að veiða fiskinn í hafinu og verka hann þegar honum hefur verið landað. Sjávarútvegsfyrirtækin fá að veiða fiskinn gegn málamyndagjaldi þrátt fyrir ótvíræð lagaákvæði um að þjóðin eigi þennan fisk. Hagnaðurinn er síðan fluttur úr landi til fjarlægra eyja enda nota sjávarútvegsfyrirtækin annan gjaldmiðil en þjóðin, gjaldmiðil sem er gjaldgengur um allan heim öfugt við þann gjaldmiðil sem þjóðinni er gert að nota. Sá gjaldmiðill er hvergi annars staðar gjaldgengur í veröldinni og þeir sem vilja nota fjármuni erlendis þurfa að fá til þess sérstakt leyfi hjá yfirvöldum. Orkufyrirtækin, stóriðjan og sjávarútvegsfyrirtækin nota ekki þennan gjaldmiðil heldur hafa þau fengið leyfi yfirvalda til að nota erlenda gjaldmiðla. Nýlega kom í ljós að ráðamenn landsins hafa einnig undanskilið sjálfa sig notkun þessa gjaldmiðils og kjósa frekar að varðveita eignir sínar í erlendum gjaldmiðlum.Útlönd bara fyrir útvalda Gjaldmiðillinn sem almenningi í landinu er gert að nota nýtist yfirvöldum þannig að þegar stjórnvöld og atvinnulífið hafa keyrt landið í þrot, sem hefur gerst reglulega í marga áratugi, þá er erlendur gjaldeyrir hækkaður í verði og almenningur verður að greiða hærra verð fyrir allar innfluttar vörur. Síðast þegar þetta gerðist hækkaði verð erlendra gjaldmiðla um tugi prósenta. Fyrir ráðamenn landsins, sjávarútvegsfyrirtækin, stóriðjuverin og orkufyrirtækin skiptir þetta engu máli því þessir aðilar nota ekki þennan gjaldmiðil. Allar tilraunir til að láta meira fé renna til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar með gjaldtöku af auðlindum stranda á þeim stjórnmálaflokkum sem sjávarútvegsfyrirtækin styrkja ótæpilega. Hvaða land er spurt um, hvert er landið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Spurt er um land. – Landið er afar ríkt af auðlindum, þar eru framleiddar fleiri gígawattstundir af raforku á mann en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Landkostir eru miklir og hin síðari ár hefur fjöldi útlendinga sótt landið heim og fengið að njóta náttúru þess og samvista við innfædda í borg og bæjum. Fiskigengd við landið er gríðarleg og óvíða um veröldina landað jafn miklum fiski og þar. Orkufyrirtækin og stóriðjuverin borga ekki sérstaklega fyrir hagnýtingu fallvatna og jarðhita til raforkuframleiðslunnar og talið nægja að þau borgi skatta og skyldur eins og hver önnur fyrirtæki. Þjóðin fær ekki greitt fyrir hverja framleidda gígawattstund jafnvel þó því sé haldið fram á hátíðarstundum að hún eigi fallvötnin og hverina sem raforkan er framleidd úr. Þjóðinni sem þar býr er sagt að henni eigi að nægja að fá að byggja virkjanirnar og vinna í stóriðjuverum þegar þau eru síðan tekin í notkun.Afraksturinn til þjóðarinnar Ferðaþjónustan í landinu nýtur sérstaks skattaafsláttar í virðisaukaskatti og greiðir engin gjöld fyrir ferðamennina sem hún flytur til landsins til að láta skoða náttúru þess. Samt er landið farið að láta verulega á sjá vegna ágangs þessara ferðamanna sem fá að skoða landið án nokkurrar gjaldtöku. Einnig er þjóðinni sagt að hún eigi að vera þakklát fyrir að fá skiprúm við að veiða fiskinn í hafinu og verka hann þegar honum hefur verið landað. Sjávarútvegsfyrirtækin fá að veiða fiskinn gegn málamyndagjaldi þrátt fyrir ótvíræð lagaákvæði um að þjóðin eigi þennan fisk. Hagnaðurinn er síðan fluttur úr landi til fjarlægra eyja enda nota sjávarútvegsfyrirtækin annan gjaldmiðil en þjóðin, gjaldmiðil sem er gjaldgengur um allan heim öfugt við þann gjaldmiðil sem þjóðinni er gert að nota. Sá gjaldmiðill er hvergi annars staðar gjaldgengur í veröldinni og þeir sem vilja nota fjármuni erlendis þurfa að fá til þess sérstakt leyfi hjá yfirvöldum. Orkufyrirtækin, stóriðjan og sjávarútvegsfyrirtækin nota ekki þennan gjaldmiðil heldur hafa þau fengið leyfi yfirvalda til að nota erlenda gjaldmiðla. Nýlega kom í ljós að ráðamenn landsins hafa einnig undanskilið sjálfa sig notkun þessa gjaldmiðils og kjósa frekar að varðveita eignir sínar í erlendum gjaldmiðlum.Útlönd bara fyrir útvalda Gjaldmiðillinn sem almenningi í landinu er gert að nota nýtist yfirvöldum þannig að þegar stjórnvöld og atvinnulífið hafa keyrt landið í þrot, sem hefur gerst reglulega í marga áratugi, þá er erlendur gjaldeyrir hækkaður í verði og almenningur verður að greiða hærra verð fyrir allar innfluttar vörur. Síðast þegar þetta gerðist hækkaði verð erlendra gjaldmiðla um tugi prósenta. Fyrir ráðamenn landsins, sjávarútvegsfyrirtækin, stóriðjuverin og orkufyrirtækin skiptir þetta engu máli því þessir aðilar nota ekki þennan gjaldmiðil. Allar tilraunir til að láta meira fé renna til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar með gjaldtöku af auðlindum stranda á þeim stjórnmálaflokkum sem sjávarútvegsfyrirtækin styrkja ótæpilega. Hvaða land er spurt um, hvert er landið?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun