Endurreisn fæðingarorlofsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun