Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Markaskorun er í mínu DNA | Hér eru þrjú sönnunargögn

Cristiano Ronaldo sést hér búinn að skora í gær.
Cristiano Ronaldo sést hér búinn að skora í gær. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo var í miklu stuði á Santiago Bernabeu leikvangnum í gærkvöldi en þrenna hans tryggði Real Madrid 3-0 sigur á Wolfsburg og um leið sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta þurfti að verða sérstakt kvöld og það varð það. Þetta var fullkominn leikur á endanum," sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn en hann skorað fyrsti tvö mörkin sín með 86 sekúndna millibili í fyrri hálfleiknum.

„Markaskorun er í mínu DNA og ég vil halda áfram að skora þau fyrir mitt lið," sagði Ronaldo. Í fyrsta markinu var hann á réttum stað, annað markið skoraði hann með flottum skalla eftir hornspyrnu og það þriðja beint úr aukaspyrnu.

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vildi gera mest úr liðsheildinni en komst þó ekki hjá því að hrósa stjörnuleikmanni sínum.

„Hann er að sýna okkur það sem hann er, sem er að hann er besti leikmaðurinn í heimi í dag," sagði Zinedine Zidane.

„Cristiano þarf samt á öllu liðinu að halda. Ég vil tala um allt liðið því það náði þessum árangri í sameiningu," sagði Zidane.

„Cristiano er engu að síður sérstakur leikmaður því það geta ekki allir skorað þrennu í svona mikilvægum leik," sagði Zidane.

Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 10 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann er alls með 46 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum.

Skoraði þrennu og fékk að eiga boltann.Vísir/Getty
Fyrsta markið Annað markið Þriðja markið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×