Bannlisti háskólanemans Kristófer Már Maronsson skrifar 15. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er ekki fyrir alla. Jafnt aðgengi að námi er ekki til staðar. Það geta að sjálfsögðu allir sótt um, þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur gætu svo fengið samþykki og hafið nám. Það þýðir ekki að HÍ sé fyrir þá einstaklinga. Það þýðir heldur ekki að HÍ vilji ekki vera fyrir alla, en vegna fjármagnsskorts og afstöðu sumra kennara til lausnarinnar þá er það ekki mögulegt. Margt innan háskólans þarfnast meira fjármagns, en að mínu mati er upptaka fyrirlestra eitt það allra brýnasta. Háskóli Íslands býður í flestum fögum upp á hið gamla góða fyrirlestraform þar sem nemendur sitja og hlusta á kennarann, með stuttum kaffipásum inn á milli. Til þess að njóta fræðslu kennara þarf því að mæta á fyrirfram ákveðinn stað, sitja í sæti, taka mjög vel eftir, halda sér vakandi og sjúga í sig fræðin án þess að truflast í eina sekúndu. Fyrir hverja er svona háskólanám? Í stuttu máli mætti segja að það væri fyrir ofurheilbrigða, barnlausa einstaklinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu, sem skara ekki fram úr í íþróttum eða þurfa að vinna fyrir sér á venjulegum dagvinnutíma. Fyrir þessa einstaklinga má samt ekkert bregða út af, strætó má ekki klikka, flensa má ekki ganga yfir landið, jarðarfarir mega ekki vera á skólatíma, árekstur í stundatöflu má ekki eiga sér stað eða hvað svo sem gæti mögulega komið í veg fyrir að þú mættir í fyrirlestur. Því fleiri fyrirlestrum sem þú missir af, því lengur ertu að læra efnið. Hverja er kerfið þá að útiloka? Fólk með sjúkdóma sem á skotstundu geta komið því kylliflötu í rúmið í einhvern tíma ætti ekki að fara í háskólann. Foreldrar ættu bara að sleppa þessu. Fólk af landsbyggðinni ætti ekkert að stunda nám við HÍ, afreksíþróttafólk sem ferðast út fyrir landsteinana fyrir Íslands hönd ætti frekar að fara í háskóla að ferlinum loknum. Svona mætti áfram telja, hvergi er gert ráð fyrir að háskólaneminn uppfylli nein þessara skilyrða. Viljum við senda slíkan bannlista sem skilaboð út til samfélagsins? Upptaka fyrirlestra er lausnin sem ég legg til. Þetta er vel þekkt í mörgum af fremstu háskólum heims. Fyrirlesturinn er tekinn upp og nemendur geta nálgast hann á netinu þrátt fyrir að geta ekki setið hann á tilsettum tíma. Ég lærði ekki línulega algebru með því að sitja fyrirlestra í Háskólabíó, ég fann mér frábærar upptökur frá MIT af svipuðu námskeiði. Tæknin er til staðar og með henni getum við stigið stórt skref í átt að því að jafna aðgengi að námi á Íslandi. Áhrifin eru víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Ytri áhrif er hugtak sem notað er í hagfræði. Ytri áhrif verða þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ávinning eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ávinninginn eða kostnaðinn. Jákvæð ytri áhrif veita því þriðja aðila ávinning en neikvæð ytri áhrif veita þriðja aðila kostnað. Margir mæta í fyrirlestra einungis til að mæta, en valda neikvæðum ytri áhrifum með því að trufla aðra, t.d. með því tala við vin sinn í tíma en það getur haft áhrif á einstaklinga nálægt þeim sem reyna að fylgjast með fyrirlestrinum. Aðrir mæta í tíma vel undirbúnir og spyrja kennarann spurninga sem hann svo svarar og allir sem hlusta fræðast meira um efnið. Þetta er dæmi um jákvæð ytri áhrif. Upptaka fyrirlestra hefði það í för með sér að meiri líkur en minni eru á því að vel undirbúnir nemendur myndu mæta í fyrirlestrana og því yrði aukinn ávinningur af kennslustundinni fyrir þá nema, en einnig þá sem myndu horfa á fyrirlesturinn á netinu í formi meiri fræðslu og tímasparnaðar. Formið myndi einnig henta þeim vel sem þyrftu að rifja upp efni fyrri fyrirlestra eða skerpa á ákveðnu efni námskeiðsins. Með upptöku fyrirlestra yrðu mörg vandamál úr sögunni, til dæmis að vera heima með veikt barn, búa á landsbyggðinni eða fá flensu. Áhrifin myndu að öllu jöfnu einnig skila sér í lægra brottfalli og hæfari útskriftarnemum auk þess sem aukinn möguleiki yrði á fjarnámi við Háskóla Íslands. Einnig þyrftu færri námsmenn á námslánum frá LÍN að halda því aukinn fjöldi nemenda gæti búið heima hjá sér, mögulega á framfærslu foreldra. Á dögunum var því haldið fram að svefnleysi væru hinar nýju reykingar. Sá sem lendir í andvökunótt þyrfti ekki að stressa sig á því að vakna um morguninn, hann gæti gengið að því vísu að fyrirlesturinn kæmi hvort sem er á netið. Minni umferð yrði á morgnana því svokallaðar B-manneskjur gætu lært á sínum forsendum, þegar þær eru best til þess fallnar að læra. Þannig má færa rök fyrir því að upptaka fyrirlestra sé bæði umhverfisvænni en núverandi form og stuðli að betri lýðheilsu nemenda. Skólakerfið gerir ráð fyrir því að fólk passi inn í fyrirframákveðinn kassa, en raunin er sú að fáir vilja lifa í kassa. Við þurfum því að bæta kerfið og fjarlægja kassann. Upptaka fyrirlestra er jafnréttismál, umhverfismál og lýðheilsumál. Samfélagið í heild myndi hagnast af því fyrirkomulagi. Það ætti að vera eitt af stærstu stefnumálum stjórnvalda í menntamálum að fjármagna upptöku fyrirlestra við Háskóla Íslands. Þá fyrst getum við farið að tala um jafnt aðgengi að námi. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir Aukið fjármagn til Háskóla Íslands: Hlutfall nemenda á hvern kennara of hátt 14. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna 13. maí 2016 09:00 Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er ekki fyrir alla. Jafnt aðgengi að námi er ekki til staðar. Það geta að sjálfsögðu allir sótt um, þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur gætu svo fengið samþykki og hafið nám. Það þýðir ekki að HÍ sé fyrir þá einstaklinga. Það þýðir heldur ekki að HÍ vilji ekki vera fyrir alla, en vegna fjármagnsskorts og afstöðu sumra kennara til lausnarinnar þá er það ekki mögulegt. Margt innan háskólans þarfnast meira fjármagns, en að mínu mati er upptaka fyrirlestra eitt það allra brýnasta. Háskóli Íslands býður í flestum fögum upp á hið gamla góða fyrirlestraform þar sem nemendur sitja og hlusta á kennarann, með stuttum kaffipásum inn á milli. Til þess að njóta fræðslu kennara þarf því að mæta á fyrirfram ákveðinn stað, sitja í sæti, taka mjög vel eftir, halda sér vakandi og sjúga í sig fræðin án þess að truflast í eina sekúndu. Fyrir hverja er svona háskólanám? Í stuttu máli mætti segja að það væri fyrir ofurheilbrigða, barnlausa einstaklinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu, sem skara ekki fram úr í íþróttum eða þurfa að vinna fyrir sér á venjulegum dagvinnutíma. Fyrir þessa einstaklinga má samt ekkert bregða út af, strætó má ekki klikka, flensa má ekki ganga yfir landið, jarðarfarir mega ekki vera á skólatíma, árekstur í stundatöflu má ekki eiga sér stað eða hvað svo sem gæti mögulega komið í veg fyrir að þú mættir í fyrirlestur. Því fleiri fyrirlestrum sem þú missir af, því lengur ertu að læra efnið. Hverja er kerfið þá að útiloka? Fólk með sjúkdóma sem á skotstundu geta komið því kylliflötu í rúmið í einhvern tíma ætti ekki að fara í háskólann. Foreldrar ættu bara að sleppa þessu. Fólk af landsbyggðinni ætti ekkert að stunda nám við HÍ, afreksíþróttafólk sem ferðast út fyrir landsteinana fyrir Íslands hönd ætti frekar að fara í háskóla að ferlinum loknum. Svona mætti áfram telja, hvergi er gert ráð fyrir að háskólaneminn uppfylli nein þessara skilyrða. Viljum við senda slíkan bannlista sem skilaboð út til samfélagsins? Upptaka fyrirlestra er lausnin sem ég legg til. Þetta er vel þekkt í mörgum af fremstu háskólum heims. Fyrirlesturinn er tekinn upp og nemendur geta nálgast hann á netinu þrátt fyrir að geta ekki setið hann á tilsettum tíma. Ég lærði ekki línulega algebru með því að sitja fyrirlestra í Háskólabíó, ég fann mér frábærar upptökur frá MIT af svipuðu námskeiði. Tæknin er til staðar og með henni getum við stigið stórt skref í átt að því að jafna aðgengi að námi á Íslandi. Áhrifin eru víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Ytri áhrif er hugtak sem notað er í hagfræði. Ytri áhrif verða þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ávinning eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ávinninginn eða kostnaðinn. Jákvæð ytri áhrif veita því þriðja aðila ávinning en neikvæð ytri áhrif veita þriðja aðila kostnað. Margir mæta í fyrirlestra einungis til að mæta, en valda neikvæðum ytri áhrifum með því að trufla aðra, t.d. með því tala við vin sinn í tíma en það getur haft áhrif á einstaklinga nálægt þeim sem reyna að fylgjast með fyrirlestrinum. Aðrir mæta í tíma vel undirbúnir og spyrja kennarann spurninga sem hann svo svarar og allir sem hlusta fræðast meira um efnið. Þetta er dæmi um jákvæð ytri áhrif. Upptaka fyrirlestra hefði það í för með sér að meiri líkur en minni eru á því að vel undirbúnir nemendur myndu mæta í fyrirlestrana og því yrði aukinn ávinningur af kennslustundinni fyrir þá nema, en einnig þá sem myndu horfa á fyrirlesturinn á netinu í formi meiri fræðslu og tímasparnaðar. Formið myndi einnig henta þeim vel sem þyrftu að rifja upp efni fyrri fyrirlestra eða skerpa á ákveðnu efni námskeiðsins. Með upptöku fyrirlestra yrðu mörg vandamál úr sögunni, til dæmis að vera heima með veikt barn, búa á landsbyggðinni eða fá flensu. Áhrifin myndu að öllu jöfnu einnig skila sér í lægra brottfalli og hæfari útskriftarnemum auk þess sem aukinn möguleiki yrði á fjarnámi við Háskóla Íslands. Einnig þyrftu færri námsmenn á námslánum frá LÍN að halda því aukinn fjöldi nemenda gæti búið heima hjá sér, mögulega á framfærslu foreldra. Á dögunum var því haldið fram að svefnleysi væru hinar nýju reykingar. Sá sem lendir í andvökunótt þyrfti ekki að stressa sig á því að vakna um morguninn, hann gæti gengið að því vísu að fyrirlesturinn kæmi hvort sem er á netið. Minni umferð yrði á morgnana því svokallaðar B-manneskjur gætu lært á sínum forsendum, þegar þær eru best til þess fallnar að læra. Þannig má færa rök fyrir því að upptaka fyrirlestra sé bæði umhverfisvænni en núverandi form og stuðli að betri lýðheilsu nemenda. Skólakerfið gerir ráð fyrir því að fólk passi inn í fyrirframákveðinn kassa, en raunin er sú að fáir vilja lifa í kassa. Við þurfum því að bæta kerfið og fjarlægja kassann. Upptaka fyrirlestra er jafnréttismál, umhverfismál og lýðheilsumál. Samfélagið í heild myndi hagnast af því fyrirkomulagi. Það ætti að vera eitt af stærstu stefnumálum stjórnvalda í menntamálum að fjármagna upptöku fyrirlestra við Háskóla Íslands. Þá fyrst getum við farið að tala um jafnt aðgengi að námi. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun