Gefið okkur val Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:38 Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val!
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun