Hjálpum Sýrlendingum að vera heima hjá sér Hildur Þórðardóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun