Við hugsum ekki í árum heldur öldum Magnús Guðmundsson skrifar 12. maí 2016 12:00 Jón Sigurðsson er forseti Hins íslenska bókmenntafélags sem er samofið menningarsögu þjóðarinnar. Visir/Vilhelm Hið íslenska bókmenntafélag er 200 ára í ár og í tilefni af þeim merku tímamótum verður í dag opnuð afmælissýning í Þjóðarbókhlöðu. Á sýningunni er greint frá helstu áföngum í sögu félagsins og stillt fram mörgum merkustu útgáfum þess en félagið er í senn elsta félag og bókaforlag á Íslandi. Forseti félagsins um þessar mundir er Jón Sigurðsson hagfræðingur og hann segir að tilurð félagsins megi að sumu leyti rekja til sambærilegra aðstæðna íslenskunnar og við þekkjum úr samtímanum. „Í byrjun nítjándu aldar, svona um aldamótin 1800, átti íslenskan mjög undir högg að sækja, ekki síst í Reykjavík og á öðrum þéttbýlisstöðum. Málið var dönskuskotið og íslenskunni lítill sómi sýndur við uppfræðslu barna og ungmenna. Það var ekki til nein eiginleg kennslubók í íslensku, hvort sem var fyrir íslenska menn eða erlenda.Rasmus Christian Rask Helsti hvatamaður að stofnun félagsins var danskur málfræðingur, Rasmus Christian Rask, sem kom til Íslands sumarið 1813. Hann átti íslenska vini og kunningja, bæði í Kaupmannahöfn og hér heima, en langaði að heyra hvernig íslensk tunga sem hann hafði numið af bókum og tekið ástfóstri við í æsku hljómaði af vörum þjóðarinnar. Hann ferðaðist víða um land næstu tvö ár og dvaldist um tíma í Reykjavík. Á þessu ferðalagi sá hann glöggt ástand íslenskunnar og honum virtist tungan í bráðri hættu, ekki síst í Reykjavík. Í bréfi til vinar síns Bjarna Þorsteinssonar sem seinna varð amtmaður á Íslandi þá spáði Rask því að íslenskan dæi senn út ef ekki yrðu rammar skorður reistar. Þetta var eiginlega upphafið að því að hann beitti sér fyrir því ásamt íslenskum vinum sínum að stofna félag í þeim tilgangi að gefa út alls konar bækur á íslenskri tungu. Þetta hefur verið tilgangur félagsins frá upphafi, að styðja og styrka íslenska tungu, bókvísi og menntun og heiður hinnar íslensku þjóðar eins og það heitir svo hátíðlega í frumskjölunum.Þurfum að duga 200 ár til Það er óhætt að segja að stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 1816 hafi markað gagngera breytingu á viðhorfi manna til íslenskrar tungu og bókmennta. Grundvallarstefna var að endurreisa íslenskuna og að reisa sjálfstæða menningu og menntir á Íslandi við og það er ánægjulegt að geta sagt frá því í dag hvað Íslendingum hefur tekist vel upp við þetta verkefni þessar tvær aldir sem eru liðnar frá því að félagið var stofnað. Það er víst að starf félagsins í 200 ár, sem er lýst á sýningunni, skiptir hér máli og sýningin veitir okkur innsýn í það starf sem félagið hefur unnið samfélagi sínu og þjóð. En auðvitað steðja enn hættur að íslenskri tungu vegna samfélags- og tæknibreytinga og þess vegna þurfum við að reyna að duga næstu hundrað eða tvö hundruð ár til, svo framtíð íslenskunnar sé tryggð.“Endurreisn tungu og mennta Hið íslenska bókmenntafélag er elsta forlag landsins og Jón segir að útgáfustarf félagsins sé í dag þríþætt. „Ég ætla að nefna fyrst tímarit bókmenntafélagsins sem heitir Skírnir, var stofnað 1827 og hefur komið út óslitið frá þeim tíma og er reyndar elsta tímarit af þessu tagi á Norðurlöndum og hugsanlega þó víðar væri leitað. Þetta er rit sem sinnir ekki síst íslenskum bókmenntum og sögu en líka því sem er að gerast í samfélaginu. Síðan gefum við út mjög fjölbreytt úrval bóka á ýmsum sviðum menntunar og vísinda en í þeim tilgangi að félagið geti verið brú á milli fræðasamfélagsins og almennra lesenda. Félagið hefur líka alla tíð verið stórtækt í útgáfu sagnfræðirita og sögulegra heimilda og það er starfsemi sem var hafin til vegs á forsetatíð Jóns Sigurðssonar, hins eiginlega forseta sem var forseti félagsins frá 1851 til 1879, þ.e.a.s. til dauðadags. Þannig má segja að saga félagsins á nítjándu öldinni sé samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem byggðist mikið á því viðhorfi að endurreisa íslenska tungu og bókmenntir. Útgáfa félagsins hefur svo orðið stöðugt fjölbreyttari síðustu 50 árin, sérstaklega í forsetatíð forvera míns, Sigurðar Líndals, sem er um leið ritstjóri þess mikla verks Saga Íslands sem komin er út i tíu bindum. Við áformum að gefa út ellefta og lokabindið nú á afmælisárinu. En árið 1970 var hafin útgáfa svokallaðra Lærdómsrita bókmenntafélagsins sem margir kannast nú við. Mjög aðgengilegar og fallegar bækur þar sem eru einkum birtar vandaðar þýðingar á framúrskarandi ritverkum hvaðanæva úr heiminum, alveg frá fornöld til okkar daga, á ýmsum sviðum lærdóms og vísinda. Sérstaklega rit sem hægt er að telja sem vörður í sögu mannsandans svo maður tali nú hátíðlega. Tilgangurinn er sá að kynna íslenskum lesendum það besta í alþjóðlegri vísinda- og menntahugsun en um leið auðga íslenska tungu á milli háskólasamfélagsins og hins almenna lesanda.Samofin menningarsögunni Það er ágætt að hafa í huga að tilgangur okkar er ekki arður útgefandans heldur að vinna í þágu upplýsingar og menningar hjá almennum lesendum. Auðvitað hefur hlutverk félagsins breyst í áranna, eða mér liggur við að segja aldanna rás, því margt af því sem félagið gerði á nítjándu öld hefur verið afhent opinberum stofnunum og öðrum félögum. En ég vil t.d. nefna að félagið á dögum Jóns Sigurðssonar hóf útgáfu Stjórnartíðinda sem var síðar afhent stjórnvöldum. Þarna má segja að innan þessa félags hafi verið farið að vinna samkvæmt hugmyndinni um sjálfstætt þjóðríki löngu áður en hún var sett á blað. Þess vegna eru þarna rætur sjálfstæðisþróunar landsins og fyrstu sporin í átt að íslensku lýðveldi sem stigin voru á nítjándu öld.“ Jón nefnir að sýningin í Þjóðarbókhlöðunni sé myndarleg og vill koma á framfæri þakklæti til þeirra starfsmanna Landsbókasafns sem hjálpuðu til við að setja hana upp. „Á sýningunni eru munir ekki síst úr Landsbókasafninu og handritasafni þess sem það geymir, m.a. handritasafni Jóns Sigurðssonar, og auk þess munir úr eigu félagsins og félaga í því svo sem ýmsar merkar bækur. Þarna má líka skoða tímalínu yfir það sem hefur á daga drifið. Saga félagsins er samofin menningarsögu þjóðarinnar og þarna getur að líta nöfn þeirra manna sem allir þekkja, eða ættu að þekkja, úr menningarsögu síðustu tveggja alda. Það hefur lengi verið kjörorð þessa félags að hugsa ekki í árum heldur öldum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hið íslenska bókmenntafélag er 200 ára í ár og í tilefni af þeim merku tímamótum verður í dag opnuð afmælissýning í Þjóðarbókhlöðu. Á sýningunni er greint frá helstu áföngum í sögu félagsins og stillt fram mörgum merkustu útgáfum þess en félagið er í senn elsta félag og bókaforlag á Íslandi. Forseti félagsins um þessar mundir er Jón Sigurðsson hagfræðingur og hann segir að tilurð félagsins megi að sumu leyti rekja til sambærilegra aðstæðna íslenskunnar og við þekkjum úr samtímanum. „Í byrjun nítjándu aldar, svona um aldamótin 1800, átti íslenskan mjög undir högg að sækja, ekki síst í Reykjavík og á öðrum þéttbýlisstöðum. Málið var dönskuskotið og íslenskunni lítill sómi sýndur við uppfræðslu barna og ungmenna. Það var ekki til nein eiginleg kennslubók í íslensku, hvort sem var fyrir íslenska menn eða erlenda.Rasmus Christian Rask Helsti hvatamaður að stofnun félagsins var danskur málfræðingur, Rasmus Christian Rask, sem kom til Íslands sumarið 1813. Hann átti íslenska vini og kunningja, bæði í Kaupmannahöfn og hér heima, en langaði að heyra hvernig íslensk tunga sem hann hafði numið af bókum og tekið ástfóstri við í æsku hljómaði af vörum þjóðarinnar. Hann ferðaðist víða um land næstu tvö ár og dvaldist um tíma í Reykjavík. Á þessu ferðalagi sá hann glöggt ástand íslenskunnar og honum virtist tungan í bráðri hættu, ekki síst í Reykjavík. Í bréfi til vinar síns Bjarna Þorsteinssonar sem seinna varð amtmaður á Íslandi þá spáði Rask því að íslenskan dæi senn út ef ekki yrðu rammar skorður reistar. Þetta var eiginlega upphafið að því að hann beitti sér fyrir því ásamt íslenskum vinum sínum að stofna félag í þeim tilgangi að gefa út alls konar bækur á íslenskri tungu. Þetta hefur verið tilgangur félagsins frá upphafi, að styðja og styrka íslenska tungu, bókvísi og menntun og heiður hinnar íslensku þjóðar eins og það heitir svo hátíðlega í frumskjölunum.Þurfum að duga 200 ár til Það er óhætt að segja að stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 1816 hafi markað gagngera breytingu á viðhorfi manna til íslenskrar tungu og bókmennta. Grundvallarstefna var að endurreisa íslenskuna og að reisa sjálfstæða menningu og menntir á Íslandi við og það er ánægjulegt að geta sagt frá því í dag hvað Íslendingum hefur tekist vel upp við þetta verkefni þessar tvær aldir sem eru liðnar frá því að félagið var stofnað. Það er víst að starf félagsins í 200 ár, sem er lýst á sýningunni, skiptir hér máli og sýningin veitir okkur innsýn í það starf sem félagið hefur unnið samfélagi sínu og þjóð. En auðvitað steðja enn hættur að íslenskri tungu vegna samfélags- og tæknibreytinga og þess vegna þurfum við að reyna að duga næstu hundrað eða tvö hundruð ár til, svo framtíð íslenskunnar sé tryggð.“Endurreisn tungu og mennta Hið íslenska bókmenntafélag er elsta forlag landsins og Jón segir að útgáfustarf félagsins sé í dag þríþætt. „Ég ætla að nefna fyrst tímarit bókmenntafélagsins sem heitir Skírnir, var stofnað 1827 og hefur komið út óslitið frá þeim tíma og er reyndar elsta tímarit af þessu tagi á Norðurlöndum og hugsanlega þó víðar væri leitað. Þetta er rit sem sinnir ekki síst íslenskum bókmenntum og sögu en líka því sem er að gerast í samfélaginu. Síðan gefum við út mjög fjölbreytt úrval bóka á ýmsum sviðum menntunar og vísinda en í þeim tilgangi að félagið geti verið brú á milli fræðasamfélagsins og almennra lesenda. Félagið hefur líka alla tíð verið stórtækt í útgáfu sagnfræðirita og sögulegra heimilda og það er starfsemi sem var hafin til vegs á forsetatíð Jóns Sigurðssonar, hins eiginlega forseta sem var forseti félagsins frá 1851 til 1879, þ.e.a.s. til dauðadags. Þannig má segja að saga félagsins á nítjándu öldinni sé samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem byggðist mikið á því viðhorfi að endurreisa íslenska tungu og bókmenntir. Útgáfa félagsins hefur svo orðið stöðugt fjölbreyttari síðustu 50 árin, sérstaklega í forsetatíð forvera míns, Sigurðar Líndals, sem er um leið ritstjóri þess mikla verks Saga Íslands sem komin er út i tíu bindum. Við áformum að gefa út ellefta og lokabindið nú á afmælisárinu. En árið 1970 var hafin útgáfa svokallaðra Lærdómsrita bókmenntafélagsins sem margir kannast nú við. Mjög aðgengilegar og fallegar bækur þar sem eru einkum birtar vandaðar þýðingar á framúrskarandi ritverkum hvaðanæva úr heiminum, alveg frá fornöld til okkar daga, á ýmsum sviðum lærdóms og vísinda. Sérstaklega rit sem hægt er að telja sem vörður í sögu mannsandans svo maður tali nú hátíðlega. Tilgangurinn er sá að kynna íslenskum lesendum það besta í alþjóðlegri vísinda- og menntahugsun en um leið auðga íslenska tungu á milli háskólasamfélagsins og hins almenna lesanda.Samofin menningarsögunni Það er ágætt að hafa í huga að tilgangur okkar er ekki arður útgefandans heldur að vinna í þágu upplýsingar og menningar hjá almennum lesendum. Auðvitað hefur hlutverk félagsins breyst í áranna, eða mér liggur við að segja aldanna rás, því margt af því sem félagið gerði á nítjándu öld hefur verið afhent opinberum stofnunum og öðrum félögum. En ég vil t.d. nefna að félagið á dögum Jóns Sigurðssonar hóf útgáfu Stjórnartíðinda sem var síðar afhent stjórnvöldum. Þarna má segja að innan þessa félags hafi verið farið að vinna samkvæmt hugmyndinni um sjálfstætt þjóðríki löngu áður en hún var sett á blað. Þess vegna eru þarna rætur sjálfstæðisþróunar landsins og fyrstu sporin í átt að íslensku lýðveldi sem stigin voru á nítjándu öld.“ Jón nefnir að sýningin í Þjóðarbókhlöðunni sé myndarleg og vill koma á framfæri þakklæti til þeirra starfsmanna Landsbókasafns sem hjálpuðu til við að setja hana upp. „Á sýningunni eru munir ekki síst úr Landsbókasafninu og handritasafni þess sem það geymir, m.a. handritasafni Jóns Sigurðssonar, og auk þess munir úr eigu félagsins og félaga í því svo sem ýmsar merkar bækur. Þarna má líka skoða tímalínu yfir það sem hefur á daga drifið. Saga félagsins er samofin menningarsögu þjóðarinnar og þarna getur að líta nöfn þeirra manna sem allir þekkja, eða ættu að þekkja, úr menningarsögu síðustu tveggja alda. Það hefur lengi verið kjörorð þessa félags að hugsa ekki í árum heldur öldum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira