Fótbolti

Hvaða lið ertu á Evrópumótinu í Frakklandi?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður mikið um að vera í Frakklandi næstu vikurnar.
Það verður mikið um að vera í Frakklandi næstu vikurnar. Vísir/Getty
Íslendingar fá nú í fyrsta sinn tækifæri til að styðja sína þjóð á stórmóti í karlafótboltanum þegar íslenska landsliðið hefur keppni á Evrópumótinu í Frakklandi.

Hingað til hafa íslenskir knattspyrnuáhugamenn örugglega fundið sér lið til að halda með á stórmóti eins og þessu sem fer fram næstu 30 daga í Frakklandi.

Sumir hafa haft mestu taugarnar til frændþjóða okkar á Norðurlöndum, aðrir halda alltaf með enska eða jafnvel þýska liðinu og þá taka einhverjir ástfóstri við þau lið sem spila skemmtilegasta fótboltann.

Guardian bíður upp á möguleikann á því að finna hvaða þjóða af þeim 24 sem taka þátt í EM í Frakklandi passar best við lesandann.

Markmið spurningarlistans er að finna hvaða lið þú ert á EM í Frakklandi. Þetta eru tíu spurningar og fimm svarmöguleikar við hverri spurningu.

Um leið og þú hefur lokið við að fylla inn svörin við spurningalistanum þá kemur Guardian með svarið um hvaða lið á Evrópumótinu passar best við þig.

Það væri vissulega athyglisvert að sjá hvað margir Íslendingar hitta á íslenska landsliðið og fyrir forvitna er um að gera að prófa.

Fyrir aðra væri þetta góð leið til að finna sér annað aukalið til að halda með á Evrópumótinu.

Þeir sem hafa áhuga á því að finna "sitt" lið í keppninni geta nálgast spurningalista Guardian með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×