Blómstrandi kvikmyndaiðnaður á Íslandi 24. ágúst 2016 10:00 Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar