Íslenski boltinn

Eyjamenn fóru með Lóðsanum upp á land

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Alfreð Elías
ÍBV mætir Breiðabliki í Pepsi-deild karla klukkan í mikilvægum leik klukkkan 16.45 á Kópavogsvelli í dag.

Eyjamenn ætluðu að koma upp á land með Herjólfi klukkan 11.00 í morgun en sú ferð féll niður þar sem að það var orðið ófært í Landeyjahöfn.

Alfreð Elías Jóhannsson og hans menn dóu ekki ráðalausir og fóru upp á land með Lóðsanum, hafnsögubáti Eyjamanna.

„Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem við förum með Lóðsanum. En strákarnir eru öllu vanir og þetta gekk vel,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í dag.

„Það voru nokkrir sem þurftu frískt loft og menn eru mishressir í maganum. En við erum allir kátir og glaðir,“ sagði þjálfarinn enn fremur.

ÍBV er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag. Sigur ÍBV myndi einnig tryggja FH Íslandsmeistaratitilinn.

„Við erum bara að hugsa um okkur,“ sagði Alfreð um leik dagsins.

Mynd/Alfreð Elías

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×