Samsung skipað að tryggja öryggi battería sinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2016 12:56 Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa skipað tæknifyrirtækinu Samsung að gera það sem þarf til þess að tryggja að öryggi battería sem finna má í Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins séu örugg. Eftir að símarnir voru innkallaðir fyrir skömmu er sala þeirra að hefjast á ný.Innkalla þurfti um 2,5 milljónir Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins vegna galla í batteríinu sem gat orðið til þess að síminn sprakk við eða skömmu eftir hleðslu. Féllu hlutabréf fyrirtækisins í verði en vandamálið var í hámæli á sama tíma og helsti keppinautur Samsung á símamarkaði, Apple, kynnti nýjasta síma sinn til leiks. Var sala á Galaxy Note 7 stöðvuð á meðan fyrirtækið komst fyrir vandann.Sjá einnig:Klúður Samsung er himnasending AppleTækni- og staðlastofnun Suður-Kóreu segist hafa samþykkt áætlanir Samsung um að hefja sölu á símanum á ný enda hafi fyrirtækið samþykkt að hlýta skilyrðum sem sett voru. Þarf Samsung að tryggja að röntgen-myndir séu teknar af batteríunum áður en þau eru send út svo tryggja megi að ekkert sé að þeim. Síminn var settur á markað þann 19. ágúst síðastliðinn og er flaggskip Samsung á símamarkaði. Var honum vel tekið af gagnrýnendum og notendum og var líklegur til að seljast mjög vel. Greinendur gera ráð fyrir því að sala nýju síma Apple verði mun betri vegna klúðurs Samsung. Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi en hann er ekki kominn í sölu hér á landi. Tækni Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Galaxy Note 7 eigendur varaðir við því að nota símann í háloftunum Ástæðan er að fregnir hafa borist að því að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 9. september 2016 13:38 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Klúður Samsung er himnasending Apple Innköllun 2,5 milljóna snjallsíma Samsung kemur á besta tíma fyrir helsta keppinaut þeirra. 14. september 2016 13:03 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa skipað tæknifyrirtækinu Samsung að gera það sem þarf til þess að tryggja að öryggi battería sem finna má í Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins séu örugg. Eftir að símarnir voru innkallaðir fyrir skömmu er sala þeirra að hefjast á ný.Innkalla þurfti um 2,5 milljónir Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins vegna galla í batteríinu sem gat orðið til þess að síminn sprakk við eða skömmu eftir hleðslu. Féllu hlutabréf fyrirtækisins í verði en vandamálið var í hámæli á sama tíma og helsti keppinautur Samsung á símamarkaði, Apple, kynnti nýjasta síma sinn til leiks. Var sala á Galaxy Note 7 stöðvuð á meðan fyrirtækið komst fyrir vandann.Sjá einnig:Klúður Samsung er himnasending AppleTækni- og staðlastofnun Suður-Kóreu segist hafa samþykkt áætlanir Samsung um að hefja sölu á símanum á ný enda hafi fyrirtækið samþykkt að hlýta skilyrðum sem sett voru. Þarf Samsung að tryggja að röntgen-myndir séu teknar af batteríunum áður en þau eru send út svo tryggja megi að ekkert sé að þeim. Síminn var settur á markað þann 19. ágúst síðastliðinn og er flaggskip Samsung á símamarkaði. Var honum vel tekið af gagnrýnendum og notendum og var líklegur til að seljast mjög vel. Greinendur gera ráð fyrir því að sala nýju síma Apple verði mun betri vegna klúðurs Samsung. Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi en hann er ekki kominn í sölu hér á landi.
Tækni Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Galaxy Note 7 eigendur varaðir við því að nota símann í háloftunum Ástæðan er að fregnir hafa borist að því að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 9. september 2016 13:38 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Klúður Samsung er himnasending Apple Innköllun 2,5 milljóna snjallsíma Samsung kemur á besta tíma fyrir helsta keppinaut þeirra. 14. september 2016 13:03 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14
Galaxy Note 7 eigendur varaðir við því að nota símann í háloftunum Ástæðan er að fregnir hafa borist að því að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 9. september 2016 13:38
Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53
Klúður Samsung er himnasending Apple Innköllun 2,5 milljóna snjallsíma Samsung kemur á besta tíma fyrir helsta keppinaut þeirra. 14. september 2016 13:03
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36