Vine hættir: Smáforritið sem lamaði Smáralind lagt niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 22:35 Það var allt stappað í Smáralind þegar tvær Vine-stjörnur kíktu til landsins. Vísir/Andri Marinó Twitter hefur tilkynnt að það muni leggja niður örmyndbandaþjónustu sína, Vine. Fjögur ár eru síðan Vine var kynnt til sögunnar og náði það gríðarlegum vinsælum á meðal ungs fólks þegar mest lét líkt og Íslendingar urðu varir við í upphafi árs 2014. Þá komu Vine-stjörnunar Jerome Jarr og Nash Grier til Íslands og það ætlaði allt um koll að keyra er þeir félagar létu sjá sig í Smárálind. Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman til að bera þá félaga augum.Bílar urðu fyrir barðinu á æstum aðdáendum.Vísir/Andri MarinóGríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Smáralind og sögðu viðstaddir sem Vísir talaði við aðekki hefði verið hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni.Öryggisstarfsfólk reyndi að hafa stjórn á þvögunni en hafði litla sem enga möguleika á að gera það. Með Vine var hægt að deila sex sekúndna löngu myndböndum sem spiluðust í lykkju. Twitter hefur ekki gefið upp ástæður þess að það ætli sér að leggja niður Vine en fyrr í dag tilkynnti Twitter að það myndi segja upp níu prósent af starfsfólki sínu í hagræðingarskyni. Ekki hefur verið gefið út hvenær Vine verður lagt niður en forsvarsmenn Twitter segja að það verði gert á næstu mánuðum. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því að þeir félagar gerðu allt vitlaust í Smáralind. Tækni Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Twitter hefur tilkynnt að það muni leggja niður örmyndbandaþjónustu sína, Vine. Fjögur ár eru síðan Vine var kynnt til sögunnar og náði það gríðarlegum vinsælum á meðal ungs fólks þegar mest lét líkt og Íslendingar urðu varir við í upphafi árs 2014. Þá komu Vine-stjörnunar Jerome Jarr og Nash Grier til Íslands og það ætlaði allt um koll að keyra er þeir félagar létu sjá sig í Smárálind. Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman til að bera þá félaga augum.Bílar urðu fyrir barðinu á æstum aðdáendum.Vísir/Andri MarinóGríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Smáralind og sögðu viðstaddir sem Vísir talaði við aðekki hefði verið hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni.Öryggisstarfsfólk reyndi að hafa stjórn á þvögunni en hafði litla sem enga möguleika á að gera það. Með Vine var hægt að deila sex sekúndna löngu myndböndum sem spiluðust í lykkju. Twitter hefur ekki gefið upp ástæður þess að það ætli sér að leggja niður Vine en fyrr í dag tilkynnti Twitter að það myndi segja upp níu prósent af starfsfólki sínu í hagræðingarskyni. Ekki hefur verið gefið út hvenær Vine verður lagt niður en forsvarsmenn Twitter segja að það verði gert á næstu mánuðum. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því að þeir félagar gerðu allt vitlaust í Smáralind.
Tækni Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira