Viðsnúningur í rekstri Dagur B. Eggertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun