Handbolti

Kiel kom fram hefndum | Berlínarrefirnir í góðri stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar unnu mikilvægan sigur á Flensburg í kvöld.
Alfreð og félagar unnu mikilvægan sigur á Flensburg í kvöld. vísir/getty
Kiel vann afar mikilvægan sigur á Flensburg, 25-26, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar töpuðu með átta mörkum, 22-30, fyrir Flensburg á sunnudaginn en þeir hefndu fyrir það tap í kvöld.

Niclas Ekberg var markahæstur í liði Kiel með sex mörk en Domagoj Duvnjak og Christian Zeitz komu næstir með fimm mörk hvor.

Kiel er í 5. sæti riðilsins með átta stig en Flensburg í því þriðja með níu stig.

Füchse Berlin er í góðri stöðu eftir fimm marka útisigur, 24-29, á Gorenje Velenje í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Berlínarrefina sem fá Gorenje í heimsókn á laugardaginn. Erlingur Richardsson er þjálfari Füchse Berlin.


Tengdar fréttir

Kiel fékk óvæntan skell á heimavelli

Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fékk óvæntan átta marka skell 30-22 á heimavelli í Meistaradeildinni í dag gegn Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×