Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Jeff Sessions dómsmálaráðherra er hann mætti í yfirheyrslu hjá einni af nefndum öldungadeildarinnar. Nordicphotos/AFP Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira