Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 21:04 Hafísinn á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni þrátt fyrir að gróðurhúsalofttegundir yllu hlýnun á jörðinni. Vísir/EPA Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira