"Fátækt er ekki aumingjaskapur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 20:00 Ásta er í félagi fólks í fátækt og segir fólk eiga erfitt með að stíga fram og viðurkenna vandann Vísir/skjáskot Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira