Fótbolti

Sýna Króatíuleikinn á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem eru ekki með miða á leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi geta engu að síður mætt í Laugardalinn og fengið stemmninguna beint í æð.  

Knattspyrnusamband Íslands ætlar að setja upp FanZone fyrir leikinn sem og fyrir leik kvennalandsliðs Íslands og Brasilíu sem fer tveimur dögum síðar.  Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn sinn.

Eitt bílastæðið við Laugardalsvöllinn verður tekið undir FanZone. Þar verða veitingavagnar, leiktæki fyrir börn og allt gert til að fá fjölskyldur á völlinn og fólkið fyrr á svæðið.

Risaskjár verður settur upp fyrir utan Laugardalsvöllinn þannig þeir sem náðu ekki miða geta verið með í stemningunni þótt þeir komast ekki inn á sjálfan leikinn á Laugardalsvellinum.

Leikur Íslands og Króatíu verður sýndur beint á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn.

KSÍ vill gefa fólki sem náði ekki í miða tækifæri til að taka þátt í gleðinni.  Það kom samt fram á fundinum að enginn bjór verður leyfður á svæðinu.

Sami hópur og sá um EM-torgið niðri í bæ á meðan EM í Frakklandi stóð mun sjá um þetta  FanZone. EM-torgið verður einnig í sumar á meðan EM kvenna í Hollandi stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×