Fótbolti

Allir klárir í stórleikinn á morgun

Anton Ingi Leifsson frá Laugardalsvelli skrifar
Heimir í viðtali.
Heimir í viðtali. vísir/skjáskot
Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi 2018.

Þetta staðfesti Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun, en þar sátu hann og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir svörum frá íslensku og króatísku pressunni.

„Það eru allir klárir. Til að spara spurningar eru allir klárir. Allir fit.” Svona opnaði Heimir Hallgrímsson blaðamannafundinn í morgun og ljóst er að þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland.

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikform manna eins og Birkis Bjarnasonar og Ragnars Sigurðssonar til dæmis. Heimir sagði að þeir hafi verið hér í um þrjár vikur og séu í fínu formi, en eru þeir tilbúnir í 90 mínútur?

„Við teljum það, þeir telja það. Síðan kemur það í ljós eftir 80 mínútur. Við vildum ekki vináttuleik því við töldum að það væri ekki gott á þessum tímapunkti svo að það verður bara að koma í ljós í leiknum sjálfum.”

Meira má lesa um blaðamannafundinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×