Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar