Aparnir og fjármálakerfi morgundagsins! Friðrik Þór Snorrason skrifar 27. september 2017 07:00 Ör framþróun í tækni og markvissar aðgerðir stjórnvalda víðsvegar í Evrópu til að opna fjármálamarkaði munu leiða til mikillar grósku og nýsköpunar í fjármálaþjónustu á komandi árum. Þessar breytingar munu gerbylta hvernig viðskiptavinir nota fjármálaþjónustu, hvernig hún er veitt og hvaða aðilar koma til með að geta veitt slíka þjónustu. Þjónustustig til neytenda og fyrirtækja mun jafnframt hækka á sama tíma og nýjar fjölbreyttari fjármálaafurðir verða í boði. Einnig munu nýir þátttakendur, sem nýta nýstárleg viðskiptamódel til að keppa við hin hefðbundnu fjármálafyrirtæki, hasla sér völl á fjármálamarkaði. Af þeim sökum eru bankar víðsvegar um heim að endurskoða viðskiptamódel sín og eru sumir hverjir byrjaðir að taka sín fyrstu skref í að móta ný stafræn viðskiptamódel með það að markmiði að efla samkeppnishæfni sína til framtíðar.Ný tekjumódel í greiðslum Með tilkomu nýrra tæknilausna og nýrra laga um greiðsluþjónustu (e. PSD2), sem innleidd verða innan Evrópusambandsins í byrjun næsta árs, mun þátttakendum í greiðsluþjónustu fjölga. Þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi sem byggjast að mestu leyti á ýmiss konar greiðsluþjónustu munu eiga undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á markaði. Þessar tekjur standa í dag undir 20-25% af tekjum viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka, en hreinar þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi stóru íslensku bankanna voru tæpir 12 milljarðar króna árið 2016. Hinir nýju þátttakendur á markaði fyrir greiðsluþjónustu munu ekki treysta á kortatekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum heldur á tekjur af vinnslu og notkun gagna. Þessir nýju aðilar munu afmá mörkin á milli fjölmiðla, auglýsinga, vörukaupa og greiðslna og skapa á þann hátt virði fyrir sjálfan sig í alls óskyldum rekstri. Líklegt verður að teljast að hinir nýju þjónustuveitendur byggi tekjumódel sín á vinnslu greiðslu- og neyslugagna. Þannig mætti sjá fyrir sér að notendaskilmálar greiðsluapps myndu heimila birtingu auglýsinga í hvert sinn sem reikningsyfirlit eða kassakvittun er skoðuð. Auk auglýsingatekna gæti greiðsluþjónustuveitandinn tekið söluþóknun, t.d. ef auglýsing tryggingarfyrirtækis sem birtist í farsímaappi viðskiptavinar sem þarf að endurnýja tryggingar leiðir til sölu á nýjum tryggingum. Eins og ég hef áður fjallað um telja sérfræðingar að nýir þátttakendur í greiðsluþjónustu muni gera það að verkum að þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi muni lækka um 40-80% á næstu árum. Jafnframt mun opnun markaðarins hafa áhrif til lækkunar á vaxtatekjum bankanna, þar sem nýjir þátttakendur geta boðið upp á nýjar óhefðbundnar leiðir til að ávaxta fjármuni og afla lánsfjármagns. Þó ber að hafa í huga að tækifærin sem bankar standa frammi fyrir vegna stafrænivæðingar á fjármálaþjónustu eru fjölmörg og ef haldið er rétt á spilunum geta þau tryggt vöxt og rekstur bankanna til lengri tíma litið.Apar munu knýja áfram tannhjól fjármálamarkaðarinsMeð tilkomu internetsins hafa fjölmörg fyrirtæki náð undraverðum árangri og vexti með því að þróa viðskiptamódel sem byggja á opnum API (e. Application Programming Interface) sem á slæmri íslensku eru kallaðir „opnir apar“. Þessi þriggja stafa skammstöfun fælir sennilega marga lesendur frá því að halda áfram lestri pistilsins. Þeir sem reyna hins vegar ekki að skilja og nýta „opna apa“ í rekstri fjármálafyrirtækja eiga á hættu að verða undir í samkeppni á markaði. Breytingarnar sem eru framundan á fjármálamarkaði eru það miklar. Viðskiptalega séð einfalda opin API samvinnu á milli ótengdra aðila og opna þannig á nýjar leiðir til nýsköpunar á lausnum og mótunar nýrra opinna viðskiptamódela. eBay var eitt fyrsta internetfyrirtækið til að þróa nýtt viðskiptamódel sem byggði á opnum API. Með því að bjóða opin og stöðluð API, gat eBay búið til vistkerfi af söluaðilum sem tengdust markaðstorgi eBay. Einnig varð til net af samstarfsaðilum sem þróuðu ýmsar virðisaukandi þjónustur ofan á grunnlausnir eBay. Á þennan hátt margfaldaði eBay þróunargetu félagsins og stækkaði sölunet sitt án þess að kostnaður félagsins margfaldaðist. Fjölmörg evrópsk sprotafyrirtæki eru að nýta sér þessa opnun á markaði og eru að þróa opin viðskiptamódel í fjármálaþjónustu. Sum þessara fyrirtækja hafa valið að sérhæfa sig á mjög afmörkuðu sviði fjármálaþjónustu en áforma að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustuframboð í gegnum opin API. Monzo og Starling bank í Bretlandi eru dæmi um banka sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þeir bjóða eingöngu upp á farsímabankaþjónustu og takmarka sína eigin vöruþróun við einstakt notendaviðmót, innlánareikning og greiðslukort, en treysta á sérvalda samstarfsaðila til bjóða sínum viðskiptavinum upp á nokkuð heildstætt þjónustuframboð. Notkun opinna API er hins vegar ekki takmörkuð við sprotafyrirtæki. Fjölmargar bankastofnanir hafa byrjað að endurskoða sín viðskiptamódel með tilliti til notkunar á opnum API og þróunar á neti af samstarfsaðilum. Markmið þeirra er að ýta undir nýsköpun og efla þjónustuframboðið; styrkja tryggð og tengsl við viðskiptavini; og lækka kostnað. Þótt að slík opnun þýði óhjákvæmilega að bankar gefi eftir eignarhald á tilteknum þáttum í virðiskeðju fjármálaþjónustu þá veita API þjónustan og samstarfsnetið þeim aðgengi að nýjum mörkuðum og stærri tekjulindum sem þeir hefðu annars ekki haft aðgang að. Bankar standa í raun frammi fyrir stefnumótandi ákvörðun um hvaða hlutverki þeir ætli að gegna í virðiskeðju fjármálaþjónustu framtíðarinnar og þurfa því að skoða sérstaklega hvernig staðið verður að framleiðslu og dreifingu afurða sem þeir ætla að bjóða sínum viðskiptavinum.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ör framþróun í tækni og markvissar aðgerðir stjórnvalda víðsvegar í Evrópu til að opna fjármálamarkaði munu leiða til mikillar grósku og nýsköpunar í fjármálaþjónustu á komandi árum. Þessar breytingar munu gerbylta hvernig viðskiptavinir nota fjármálaþjónustu, hvernig hún er veitt og hvaða aðilar koma til með að geta veitt slíka þjónustu. Þjónustustig til neytenda og fyrirtækja mun jafnframt hækka á sama tíma og nýjar fjölbreyttari fjármálaafurðir verða í boði. Einnig munu nýir þátttakendur, sem nýta nýstárleg viðskiptamódel til að keppa við hin hefðbundnu fjármálafyrirtæki, hasla sér völl á fjármálamarkaði. Af þeim sökum eru bankar víðsvegar um heim að endurskoða viðskiptamódel sín og eru sumir hverjir byrjaðir að taka sín fyrstu skref í að móta ný stafræn viðskiptamódel með það að markmiði að efla samkeppnishæfni sína til framtíðar.Ný tekjumódel í greiðslum Með tilkomu nýrra tæknilausna og nýrra laga um greiðsluþjónustu (e. PSD2), sem innleidd verða innan Evrópusambandsins í byrjun næsta árs, mun þátttakendum í greiðsluþjónustu fjölga. Þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi sem byggjast að mestu leyti á ýmiss konar greiðsluþjónustu munu eiga undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á markaði. Þessar tekjur standa í dag undir 20-25% af tekjum viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka, en hreinar þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi stóru íslensku bankanna voru tæpir 12 milljarðar króna árið 2016. Hinir nýju þátttakendur á markaði fyrir greiðsluþjónustu munu ekki treysta á kortatekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum heldur á tekjur af vinnslu og notkun gagna. Þessir nýju aðilar munu afmá mörkin á milli fjölmiðla, auglýsinga, vörukaupa og greiðslna og skapa á þann hátt virði fyrir sjálfan sig í alls óskyldum rekstri. Líklegt verður að teljast að hinir nýju þjónustuveitendur byggi tekjumódel sín á vinnslu greiðslu- og neyslugagna. Þannig mætti sjá fyrir sér að notendaskilmálar greiðsluapps myndu heimila birtingu auglýsinga í hvert sinn sem reikningsyfirlit eða kassakvittun er skoðuð. Auk auglýsingatekna gæti greiðsluþjónustuveitandinn tekið söluþóknun, t.d. ef auglýsing tryggingarfyrirtækis sem birtist í farsímaappi viðskiptavinar sem þarf að endurnýja tryggingar leiðir til sölu á nýjum tryggingum. Eins og ég hef áður fjallað um telja sérfræðingar að nýir þátttakendur í greiðsluþjónustu muni gera það að verkum að þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi muni lækka um 40-80% á næstu árum. Jafnframt mun opnun markaðarins hafa áhrif til lækkunar á vaxtatekjum bankanna, þar sem nýjir þátttakendur geta boðið upp á nýjar óhefðbundnar leiðir til að ávaxta fjármuni og afla lánsfjármagns. Þó ber að hafa í huga að tækifærin sem bankar standa frammi fyrir vegna stafrænivæðingar á fjármálaþjónustu eru fjölmörg og ef haldið er rétt á spilunum geta þau tryggt vöxt og rekstur bankanna til lengri tíma litið.Apar munu knýja áfram tannhjól fjármálamarkaðarinsMeð tilkomu internetsins hafa fjölmörg fyrirtæki náð undraverðum árangri og vexti með því að þróa viðskiptamódel sem byggja á opnum API (e. Application Programming Interface) sem á slæmri íslensku eru kallaðir „opnir apar“. Þessi þriggja stafa skammstöfun fælir sennilega marga lesendur frá því að halda áfram lestri pistilsins. Þeir sem reyna hins vegar ekki að skilja og nýta „opna apa“ í rekstri fjármálafyrirtækja eiga á hættu að verða undir í samkeppni á markaði. Breytingarnar sem eru framundan á fjármálamarkaði eru það miklar. Viðskiptalega séð einfalda opin API samvinnu á milli ótengdra aðila og opna þannig á nýjar leiðir til nýsköpunar á lausnum og mótunar nýrra opinna viðskiptamódela. eBay var eitt fyrsta internetfyrirtækið til að þróa nýtt viðskiptamódel sem byggði á opnum API. Með því að bjóða opin og stöðluð API, gat eBay búið til vistkerfi af söluaðilum sem tengdust markaðstorgi eBay. Einnig varð til net af samstarfsaðilum sem þróuðu ýmsar virðisaukandi þjónustur ofan á grunnlausnir eBay. Á þennan hátt margfaldaði eBay þróunargetu félagsins og stækkaði sölunet sitt án þess að kostnaður félagsins margfaldaðist. Fjölmörg evrópsk sprotafyrirtæki eru að nýta sér þessa opnun á markaði og eru að þróa opin viðskiptamódel í fjármálaþjónustu. Sum þessara fyrirtækja hafa valið að sérhæfa sig á mjög afmörkuðu sviði fjármálaþjónustu en áforma að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustuframboð í gegnum opin API. Monzo og Starling bank í Bretlandi eru dæmi um banka sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þeir bjóða eingöngu upp á farsímabankaþjónustu og takmarka sína eigin vöruþróun við einstakt notendaviðmót, innlánareikning og greiðslukort, en treysta á sérvalda samstarfsaðila til bjóða sínum viðskiptavinum upp á nokkuð heildstætt þjónustuframboð. Notkun opinna API er hins vegar ekki takmörkuð við sprotafyrirtæki. Fjölmargar bankastofnanir hafa byrjað að endurskoða sín viðskiptamódel með tilliti til notkunar á opnum API og þróunar á neti af samstarfsaðilum. Markmið þeirra er að ýta undir nýsköpun og efla þjónustuframboðið; styrkja tryggð og tengsl við viðskiptavini; og lækka kostnað. Þótt að slík opnun þýði óhjákvæmilega að bankar gefi eftir eignarhald á tilteknum þáttum í virðiskeðju fjármálaþjónustu þá veita API þjónustan og samstarfsnetið þeim aðgengi að nýjum mörkuðum og stærri tekjulindum sem þeir hefðu annars ekki haft aðgang að. Bankar standa í raun frammi fyrir stefnumótandi ákvörðun um hvaða hlutverki þeir ætli að gegna í virðiskeðju fjármálaþjónustu framtíðarinnar og þurfa því að skoða sérstaklega hvernig staðið verður að framleiðslu og dreifingu afurða sem þeir ætla að bjóða sínum viðskiptavinum.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun