Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 22:00 Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur. Teigsskógur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur.
Teigsskógur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent