Nýja stjórnarskráin vísar sérhagsmunum á dyr Þórdís Björk Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2017 16:55 Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun