Facebook græddi 500 milljarða í sumar Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar