Vörumerki og persónuleiki, vertu þú sjálf/ur Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar