Vörumerki og persónuleiki, vertu þú sjálf/ur Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun