Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 23:56 Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur beðist afsökunar á því að hægja á iPhone-símum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið birti afsökunarbeiðnina á vefsíðu sinni í dag og hyggst koma til móts við óánægða notendur. Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins var þá sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á stýrikerfi tækjanna til að halda í við rafhlöðuna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem birtist í dag, er þó áréttað að aldrei hafi neitt verið gert vísvitandi í þeim tilgangi að stytta líftíma símanna. „Fyrst og fremst höfum við aldrei – og myndum aldrei – gera neitt sem yrði vísvitandi til þess að stytta líftíma nokkurrar Apple-vöru, eða gera lítið úr upplifun notenda til þess að keyra uppfærslur,“ segir í tilkynningunni.Lækka verð á rafhlöðuskiptaþjónustu sinni Þá hyggst fyrirtækið leita ýmissa leiða til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna málsins. Verð á rafhlöðuskiptum í símtækjum sem ekki eru lengur í ábyrgð mun til að mynda lækka um 50 Bandaríkjadali, eða rúmar 5000 íslenskar krónur. Um er að ræða síma af gerðinni iPhone 6 og allar yngri útgáfur sem komið hafa á eftir. Verð fyrir rafhlöðuskipti hjá Apple fer úr 79 Bandaríkjadölum, eða rúmum 8000 íslenskum krónum, og niður í 29 dali, eða um 3000 íslenskar krónur. Þá ætlar Apple gefa út hugbúnað á næsta ári sem gerir notendum kleift að fylgjast með ástandi rafhlaða í iPhone-símum og meta þannig líftíma þeirra. Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Þá hafa tveir Ísraelar kært fyrirtækið fyrir að hafa meðal annars leynt notendur upplýsingum. Tækni Tengdar fréttir Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur beðist afsökunar á því að hægja á iPhone-símum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið birti afsökunarbeiðnina á vefsíðu sinni í dag og hyggst koma til móts við óánægða notendur. Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins var þá sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á stýrikerfi tækjanna til að halda í við rafhlöðuna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem birtist í dag, er þó áréttað að aldrei hafi neitt verið gert vísvitandi í þeim tilgangi að stytta líftíma símanna. „Fyrst og fremst höfum við aldrei – og myndum aldrei – gera neitt sem yrði vísvitandi til þess að stytta líftíma nokkurrar Apple-vöru, eða gera lítið úr upplifun notenda til þess að keyra uppfærslur,“ segir í tilkynningunni.Lækka verð á rafhlöðuskiptaþjónustu sinni Þá hyggst fyrirtækið leita ýmissa leiða til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna málsins. Verð á rafhlöðuskiptum í símtækjum sem ekki eru lengur í ábyrgð mun til að mynda lækka um 50 Bandaríkjadali, eða rúmar 5000 íslenskar krónur. Um er að ræða síma af gerðinni iPhone 6 og allar yngri útgáfur sem komið hafa á eftir. Verð fyrir rafhlöðuskipti hjá Apple fer úr 79 Bandaríkjadölum, eða rúmum 8000 íslenskum krónum, og niður í 29 dali, eða um 3000 íslenskar krónur. Þá ætlar Apple gefa út hugbúnað á næsta ári sem gerir notendum kleift að fylgjast með ástandi rafhlaða í iPhone-símum og meta þannig líftíma þeirra. Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Þá hafa tveir Ísraelar kært fyrirtækið fyrir að hafa meðal annars leynt notendur upplýsingum.
Tækni Tengdar fréttir Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51
Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09