Fjórum sinnum meiri mengun Jón Kaldal skrifar 18. janúar 2018 07:00 Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Kaldal Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun