Verðbólgan í fótbolta er rétt að byrja Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar