Framtíðarborgin Reykjavík Eyþór Arnalds skrifar 26. janúar 2018 07:00 Hvernig viljum við hafa Reykjavík í framtíðinni? Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður. Borg sem væri fyrsti búsetukostur ungs fólks, borg sem stæðist samanburð við aðrar borgir í Evrópu hvað varðar menntun og atvinnutækifæri. Reykjavík besta sveitarfélagið til að búa í á Íslandi. Hvernig komumst við á þennan stað? Hvað getur Reykjavík gert?Hvað á Reykjavík að verða? Í fyrsta lagi þarf skólakerfið, allt frá leikskóla, að búa nemendur undir framtíð sem tekur örum breytingum. Skapandi hugsun fái að þroskast og nemendur séu færir um að taka að sér krefjandi verkefni einir eða í hóp. Í öðru lagi þarf að tryggja nægt framboð á húsnæði og lóðum svo ungt fólk geti eignast sitt eigið húsnæði í öllum hlutum borgarinnar, bæði í Austur- og Vesturborginni. Í þriðja lagi þarf að tryggja góðar samgöngur bæði fyrir fjölskyldubíla og strætisvagna. Það verður aðeins gert með því að hafa gatnakerfi sem stenst kröfur um öryggi og skilvirkni. Reykjavík á að vera í fararbroddi í að nýta tækni í samgöngum líkt og gerðist í fjarskiptum. Borgin á að auðvelda eldri borgurum að búa í eigin húsnæði með lægri álögum og virkja þá sem eldri eru til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Ein stærsta áskorun framtíðarinnar er fólgin í hækkandi aldri þjóðarinnar en jafnframt er það eitt stærsta tækifæri okkar að virkja fólk á efri árum. Loks sé ég fyrir mér að stjórnkerfi borgarinnar verði skilvirkt með stuttum boðleiðum og lágum kostnaði. Þannig borg vil ég búa til og breyta áherslum til móts við nýja framtíð.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig viljum við hafa Reykjavík í framtíðinni? Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður. Borg sem væri fyrsti búsetukostur ungs fólks, borg sem stæðist samanburð við aðrar borgir í Evrópu hvað varðar menntun og atvinnutækifæri. Reykjavík besta sveitarfélagið til að búa í á Íslandi. Hvernig komumst við á þennan stað? Hvað getur Reykjavík gert?Hvað á Reykjavík að verða? Í fyrsta lagi þarf skólakerfið, allt frá leikskóla, að búa nemendur undir framtíð sem tekur örum breytingum. Skapandi hugsun fái að þroskast og nemendur séu færir um að taka að sér krefjandi verkefni einir eða í hóp. Í öðru lagi þarf að tryggja nægt framboð á húsnæði og lóðum svo ungt fólk geti eignast sitt eigið húsnæði í öllum hlutum borgarinnar, bæði í Austur- og Vesturborginni. Í þriðja lagi þarf að tryggja góðar samgöngur bæði fyrir fjölskyldubíla og strætisvagna. Það verður aðeins gert með því að hafa gatnakerfi sem stenst kröfur um öryggi og skilvirkni. Reykjavík á að vera í fararbroddi í að nýta tækni í samgöngum líkt og gerðist í fjarskiptum. Borgin á að auðvelda eldri borgurum að búa í eigin húsnæði með lægri álögum og virkja þá sem eldri eru til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Ein stærsta áskorun framtíðarinnar er fólgin í hækkandi aldri þjóðarinnar en jafnframt er það eitt stærsta tækifæri okkar að virkja fólk á efri árum. Loks sé ég fyrir mér að stjórnkerfi borgarinnar verði skilvirkt með stuttum boðleiðum og lágum kostnaði. Þannig borg vil ég búa til og breyta áherslum til móts við nýja framtíð.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar